Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 46
44
Landnemi, S.E. 9.
Guðmundur J. Bergmann. — Hann er albróð-
ir Björns Biergmanns (S.E. 4). Kona hans er
Guðrún Margrét, dóttir Jóns í Odda, sem hér verð-
ur getið. Þau giftu sig árið 1900 og fluttu það ár
til Vesturheims. Á þetta land fluttu þau árið 1903
og nefndu það Tjörn. Börn þeirra eru: 1. Gunn-
laugur Priðrik, giftur Prances, dóttur Guðlaugs
Martins á Garði. 2. Guðjón Ingvar; 3. Sófonías
Sveinn, giftur Priðriku Margrétu, dóttur Gunn-
laugs Martins; 4. Sigríður Soffía.
Landnemi, S.V. 9.
Guðmundur Magnús Jónsson. — Hann er son-
ur Jóns Guðmundssonar í Odda. Þar verður hans
getiö.
Landnemi, N.V. 9.
Jón Guðmundsson. — Paðir hans var Guð-
mundur bóndi á Torfalæk í Húnavatnsþingi, Jóns-
son. En móðir hans var Ósk Guðmundsdóttir
bónda á Kolugili í Víðidal, Ólafssonar á Vindhæli
á Skagaströnd, Guðmundssonar á Árbakka, Magn-
ússonar s. st., Hallssonar s. st., af skagfirzkri
bændaætt. Bróðir Guðmundar á Kolugili var Björn
Olsen umboðsmaður á Þingeyrum. — Kona Jóns
Guðmundssonar var Soffía Magnúsdóttir bónda á
Valdalæk á Vatnsnesi, Árnasonar bónda í Hindis-
vík. Móðir Soffíu var Sæunn Sæmundsdóttir frá
Bjarghúsum í Víðidal . Systir Sæunnar var Sól-
rún, kona Benedikts læknis í Hnausakoti. Þeirra
son er Hjörtur Líndal á Stóranúpi í Núpsdal, sem
mörgum er að góðu kunnur, bæði siem læknir og
sveitarhöfðingi.. — Þau Jón og Soffía bjuggu lengi
að Hlíð á Vatnsnesi. Btörn þeirra voru þrjú. A
lífi eru þau tvö, sem áður er getið: Guðmundur
Magnús og Guðrún Margrét. Dr. Gunnlaugur Prið-
rick Midford, í Estacada, Oregon, var elztur þeirra