Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 103
101
á Hnausum; 3. Sigrún, gift Sveinbirni Ólafssyni frá
Gilsá. Eftir 9 ára sambúð, misti Jón fyrri konu
sína. Hún lézt 1906. — Valgerður dóttir Jóseps
Schram er síðari kona Jóns Nordal. Þau giftu sig
1908. Þeirra börn eru: 1. Jónas; 2. Guðmundur
Edward; 3 Einar; 4. Kristín Elín; 5. Jóhanna Sig-
ríður; 6. Florence Margrét.
Landnemi, S.V. 33.
Jón Helgi Þorsteinsson. — Hann var Skagfirð-
ingur; lengra hefir ekki vitnast um ætt hans við-
víkjandi landnámssögunni. Kona hans er Arnfríð-
ur Albertína Jónsdóttir frá Hugljótsstöðum, Gísla-
sonar, þeirra synir eru Jón og Þorsteinn, en dætur
eru: Valgerður, kona Friöriks Sigurðssonar í
Fagradal, og Hólmfríður, kona Kristins Kristins-
sonar. — Jón Helgi er fyrir löngu dáinn. Þar heit-
ir Helgavatn, er hann nam land.
Landnemi, N.V. 33.
Jón Jónsson, Þorsteinssonar. Hann er sonur
Jóns Helga á Helgavatni og býr á föðurleifð sinni
með landnámsjörðinni. Kona hans er Sigurdís.
dóttir Jóns á Rauðkollsstöðum. Þau eiga þrjár
dætur: 1. María; 2. Júlíana Albertína; 3. Fjóla.
Aðalsteinn Eyþór er sonur þeirra. Búskapur þeirra
lijóna stendur þar í famgangi.
Landnemi N. E. 33.
Hróbjartur Helgason. — Um hann er flestum
ókunnugt. En giftur var hann Hólmfríði Jóseps-
dóttur frá Melstað í Víðinesbygð.
Landnemi, Lot. S.S. 34.
Tímóteus Böðvarsson. — Faðir hans var Böðv-
ar, sjómaður í Hafnarfirði, Jónsson bónda á Upp-
sölum í Hálsasveit, Einarssonar bónda á Auðsstöð-
um, Hallssonar úr Dölum vestur. Móðir Böðv-
ars var Guðríður Þorgrímsdóttir, er mun hafa verið
ættuð úr sunnanverðu héraði Borgarfjarðar. Móð-
ir Tímóteusar var Alfífa, dóttir Halldórs Bjarna-
sonar og Halldóru ólafsdóttur, er bjuggu í Litlu-
gröf í Borgarhreppi. Dóttir þeirra var og Guðrún,