Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 118
116
hér vestra. Maður Ingibjargar var Hans Jónsson,
nú dáinn fyrir nokkrum árum. Þau eignuðust
þrettán börn. Munu nú af þeim hóp aðeins fjór-
ar dætur á lífi: Jóhanna Stefanía, kona kapteins
Jóns Stevens á.Gimli; Hansína, kona Jóhanns
Hannessonar, sýsluféhirðis í Cavalier, N. D.; Berg-
þóra, ekkja Guðmundar sál. Goodmans í Selkirk og
Kristín, gift J. F. Wialker. Bru þau einnig búsett
í Selkirk.
Þau Engimýrarhjón, Tómas og Guðrún, munu
hafa gifst haustið 1870. Reistu þau þá von bráðar
bú að Gloppu í Öxnadal, og bjuggu þar til þess
tíma, er þau fluttu alfarin af íslandi, árið 1876 —
Þegar vestur kom, fluttu þau fyrst til Mikl-
eyjar. Hafði Jónas, bróðir Tómasar, flutt þangað
frá Gimli vorið áður. Voru þau hjón á vegum Jón-
asar og konu hans, Helgu Hallgrímsdóttur, þar á
eynni, þangað til í marzmánuði 1877, að þeir bræð -
ur og konur þeirra fluttu alfarin til íslendinga-
fljóts. Festu þeir sér þá heimilisréttarlönd. Kall-
aði Tómas bæ sinn Engimýri, en Jónas nefndi bú-
stað sinn Bjarkalón. Nafn það styttist fljótlega
í meðförum almennings og varð það alsiða, að
tala um Jónas, og Helgu á Lóni og svo er enn
þann dag í dag. —
Með ráðdeild og dugnaði tókst þeirn Engimýr-
arhjónum að komast í sæmileg efni. Mátti heita
að þau byggju fremur vel, þó börnin væru mörg
og búskapurinn talsvert kostnaðarsamur. Sátu
þau hjón þarna að búi sínu, mikilsvirt og metin af
öllum, þar til þau létu af búskap og bygðu sér þá
minna hús í Riverton, úr Engimýrarlandi, og
bjuggu í því til dauðadags. Við búsforráðum á
Engimýri tók þá Tómas yngri, sonur þeirra hjóna
og búa þau hjón þar nú.
í hjónabandi sínu eignuðust þau Engimýrar-
hjón tólf börn. Fjögur af þeim, tveir drengir og
tvær stúlkur, dóu í æsku. Hin átta náðu fullorð-
insaldri og eru enn á lífi. Þau eru sem hér segir: