Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 61
59
urður, faðir þeirra nafnkunnu Hnausabræðra Jó-
hannesar og Stefáns, er verzlun höfðu í Nýja ís-
landi um langa tíð. — Kona Einars Einarssonar
var Guðlaug Guðmundsdóttir, systir þeirra Jóns í
Odda (N.V. 9) og Guðmundar sterka. Þar heit-
ir Öxará, er þau námu land. En um þau haf a ekki
fengist nákvæmar upplýsingar. Landið munu þau
hafa tekið og sezt þar að um 1891. Þau mætu
landnámshjón voru prýðilega vel gefin og ágætum
mannkostum gædd. Þau eru bæði látin fyrir nokk-
uð mörgum árum. Tvö börn þeirra eru á lífi, Guð-
mundur og Sveinbjörg. En Sigursteinn er látinn. —
Guðmundur er ráðsmaður bændaverzlunarinnar í
Árborg. Kona hans er Ragnbeiður Elín, dóttir
Jósefs Schram. Þau eiga 9 börn: 1. Guðlaug Svein-
björg; 2. Ásta Margrét; 3. Guðmundur Halldór; 4.
Jósef Einar; 5. Kristín; 6. Elín Ósk; 7. Stefán Har-
aldur; 8. Friðrik Raymond; 9. Ragnar. — Svein-
björg er gift Nikulási Halldórssyni, er vinnur við
smjörgerðarhúsið í Árborg. Þeirra börn eru: 1.
Kristín Dorothy; 2. Einar Leonard; 3. Guðmundur
Halldór; 4. Sigurlaug Björg. — Sigursteinn Ein-
arsson var mjög vel gefinn maður. Þótti hann
einna efnilegastur yngri manna bygðarinnar og
líklegur til góðs frama, bráðgáfaður og prýðilega
vel skáldmæltur. Kona hans er Guðbjörg, dóttir
Helga Jakobssonar (S.E. 31). Þau giftu sig 3.
febrúar 1915. Eihar og Svava eru börn þeirra. —
Sigursteinn lézt 1. marz 1920, á bezta aldursskeiði.
Við hans fráfall varð almenn hrygð, því hann þótti
verið hafa hinn mætasti maður. Guðbjörg er nú
búsett í Árborg, hún heldur reikningana fyrir
smjörgerðarbúið. Greind er hún og vel að sér ger.
Landnemi, S.E. 17.
Guðmundur Erlendsson. — Poreldrar hans
voru þau Erlendur Erlendsson og Ólína Theódóra,
sem bjuggu á Hálandi (N.E. 17). Hjá þeim vann