Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 49
47
móðir Vigfúsar föður Trausta var Guðlaug Gunn-
arsdóttir (það er Bolholtsætt). — Kona Trausta er
Rósa Aldís, dóttir séra Odds V. Gíslasonar og Önnu
Vilhjálmsdóttur bónda í Kirkjuvogi í Höfnum, Há-
konarsonar. En móðir Önnu var Þórunn Brynj-
ólfsdóttir prests í Holti, Sigurðssonar. Móðir Þór-
unnar var Steinunn Helgadóttir. Hennar móðir
var Guðrún Sigurðardóttir sýslumanns, Högnason-
ar, Halldórssonar prests á Ökrum á Mýrum, Mar-
teinssonar á Álftamesi, Halldórssonar s. st., Mar-
teinssonar biskups. — Rósa Aldís er miklum kven-
legum hæfileikum gædd. Að leggja þeim lið, sem
bágt eiga, er henni eiginlegt. Hún er bráðgáfuð
og vel að sér ger um allar hannyrðir og ein með
allra fríðustu konum. Hún var þá 21 árs er þau
Trausti giftu sig, 1894, en hann var þá 25 ára. —
Sama ár fluttu þau til Vesturheims. Nokkru síðar
settust þau á þetta land er þau nefndu Vatnsdal.
Eina dcttur hafa þau hjón eignast, er Þórunn
heitir, gáfuð og gervileg stúlka. Trausti er at-
gervismaður um margt; listasmiður er hann og á-
gætur söngmaður, greindur vel og í allri framkomu
hinn prúðmannlegasti.
Landnemi, N.V. 10.
GuSmundur Gíslason. — Um ætt hans hafa
ekki fengist upplýsingar. Kona hans var Sigríð-
ur Símonardóttir bónda í Laufási í Tungusveit í
Skagafirði, Jónatanssonar bónda á Úlfsstöðum,
Þorfinnssonar lögréttumanns í Brenniborg, Jóns-
sonar. Þóttu þeir feðgar verið hafa listhæfir með
afbrigðum. Þau Guðmundur og Sigríður bjuggu á
Hrauni í Tungusveit, en fluttu þaðan til Vestur -
heims 1875 og settust að í Nýja Islandi. Þar voru
þau “bóluveturinn”. Síðan fluttu þau til Hensel
N. D. Jón er sonur þeirra, sem áður er getið
(N.E. 9). Hann flutti til Vesturheims 1884, fór
þá til foreldra sinna, sem þá voru sezt að syðra,