Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 112
110
gift, hún hefir oft lagt veikum hjálp í viðlögum
og verið þar til nærfærin mjög og fórnfús. —
Mjög veglegt gullbrúðkaup var þeim Jónasi og
Lilju haldið þann 5. maí 1926. Sameinað því
voru silfurbrúðkaup tveggja elstu bama þeirra.
Mikill hluti bygðarmanna tók þátt í því samsæti
og fjöldi manns víðsvegar að. Talið var, að það
samsæti hafi verið eitt tilkomumest er vestur-
íslenzkum landnemum hafi verið haldið. Var það
mjög að verðleikum, gagnvart hinum öldruðu hjón-
um, er mikils álits hafa notið og almennrar hylli
meðal bygðarbúa. Hafa þar með átt því mikla
barnaláni að fagna, að öll eru þau hvarvetna mikils
metin og vel gefin. Jónas lézt 30. mars 1930, 87
ára en Lilja var 10 árum yngri, er enn á lífi. —
Jónas Marino, sonur þeirra Jónasar og Lilju býr
nú í Djúpadal. Kona hans er Guðrún Evelyn, dóttir
Steingríms Goodmans, Guðvarðssonar. Móðir
hennar var Jónína Sigurlaug, Einarsdóttir í Ár-
borg, Jónssonar. Þau giftust 24. júlí 1920. Börn
þeirra eru: 1. Guörún Valdína; 2. Marino Baldvin;
3. Jónas Þorsteinn; 4. Björgvin; 5. Steingrímur.
Þeim hjónum er vel farið og vel halda þau í horfi
hinum fyrri háttum þess heimilis.
Landnemi, N. V. 36.
Unnvald óskar. — Hann er sonur þeirra Jón-
asar og Lilju, sem hér var getið að framan. Þegar
Jósef Guttormsson flutti að Brekku, keypti Unn-
vald af honum landnámsjörð hans, og flutti sig
þangað. Þar heitir Ólafsdalur. Ólafur Sigurðs-
son var sá er bjó þar fyrst, en tók aldrei rétt á
landinu, en síðar hefir það verið kent við hann.
Salbjörg Friðfinnsdóttir, systir Sigurðar í Fagra-
dal var gift Ólafi og bjó þar með honum. Hann
skldi við hana, tók sér aðra. Kona Unnvalds er
Jónína Sigríður, dóttir Jóns Guðmundssonar, land-
nema í Breiðuvík er bjó á Gíslastöðum, sem áður
er getið. (Sjá S. E. 25.) Þau hjón eru valinkunn,