Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 88
86
unnar Ólafsdóttur. Lára er gift Grími Júníusi
Magnússyni, ættuðum úr Garði í Gullbringusýslu.
Móðir hans var Sigríður dóttir Jóns skipasniiðs,
er þar var nafnkunnur og víða á Suðurlandi.
Grímur ólst upp hjá Þórði Einarssyni og konu
hans Guðbjörgu Þorláksdóttur, er námu land í
Árdalsbygð. Eftir lát Guðbjargar kom Þórður
honum fyrir hjá Jóni og Agnesi. Þá var Grímur
11 ára, og hjá þeim ólst hann upp eftir það. Nú
búa þau ungu hjónin á hálfu landi þeirra og eru
líkleg fyrir að eiga góða framtíð fyrir höndum.
Þau giftust 1923. Grímur hefir nú keypt hálfan
Hudson's Bay %, S.E. 26. — Þorsteinn Bergmann
faðir Láru er Borgfirðingur í föðurætt. Faðir
hans var Guðmundur Bjarnason, er var ráðsmað-
ur hjá séra Jóni Hjartarsyni á Gilsbakka, á hans
síðustu árum. Haft er það eftir einum hinum
mesta sjósóknara sunnanlands, Ólafi í Mýrarhús-
um, er Guðmundur réri margar vertíðir hjá, að
hann væri sá handtakabezti maður, er hjá sér
hefði verið á skipi. Hafði Ólafur þó jafnan ein-
valalið að hreysti og snarræði í skiprúmi sínu. —
Móðir Þorsteins Bergmanns var Agnes, dóttir
Steins B.ergmanns, ættuð úr Húnavatnssýslu. —
Þorsteinn er atorkumaður og vinnur mikið við
steinsteypubyggingar.
Landnemi, N.E. 25.
Illugi Daníelsson. — Guðný hét kona hans.
Um þau er ókunnugt. Systir hans var Sesselja
kona Magnúsar Hallgrímssonar, er land nam í
Pljótsbygð, er hann nefndi Nes. Illugi var á vegum
Gunnlaugs Martins í Garði og dó hjá honum fyrir
mörgum árum.
Landnemi, N.E. 26.
Bjarni Bjarnason. — Foreldrar hans voru
Bjarni Sigurðsson og Þuríður Lilja, dóttir Þórðar
sterka á Sporði í Víðidal, Jónssonar bónda á
Sveinsstöðum í Húnavatnsþingi, Magnússonar