Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 92
90
Ijúfmannlegasti í allri framkomu, geðprúður, stilt-
ur og gætinn, og naut almennra vinsælda. Hann
lézt 24. janúar 1920, 70 ára.
Landnemi, Lot N.S. 27.
Eyjólfur Einarsson. — Hann var bróðir Ein-
ars á Öxará (N.E. 16). Kona Eyjólfs er Þóranna
Sigríður, dpttir Björns Geirmundssonar, sem hér
verður getið næst. Þau giftu sig 1881. Fám árum
síðar fluttu þau til Vesturheims og settust þá
að á þessu landi, er þau nefndu Eyjólfsstaði. Þau
eignuðust dætur fjórar og sonu þrjá, sem allir tóku
lönd hér í bygðinni: Sveinn, Björn og Sigurður.
Dætur eru: 1. Ingibjörg, gift hérlendum manni;
2. Halldóra, gift Ásvaldi ísfeld, nú ekkja; 3. Guö-
laug, kona Böðvars Helgasonar, Jakobssonar; 4.
Valgerður, kona Sigurbjarts í Árdal. — Eyjólfur
var atorkumaður mikill að hafa sig áfram gegnum
örðugleika hinna fyrstu landnema, var og konar
honum samhuga og samhent að dáðum, framsýni
og dugnaði. Er og röggsemi hennar viðbrugðið.
Eyjólfur lézt 1908. Eftir það tók Þóranna land
í norðurhluta Geysisbygðar, sem getið verður síð-
ar. Þar býr hún með börnum sínurn Sigurði og
Halldóru. Eyþór Sigurður ísfeld er sonur hennar
og Ásvalds. Þar hefir hann alist upp með henni
hjá ömmu sinni.
Landnemi, N.V. 27.
Björn Geirmundsson. — Um föðurætt hans
hafa ekki fengist upplýsingar. En móðir hans var
Jngveldur dóttir Hermanns í Firði í Mjóafirði, en
systir Hjálmars hreppstjóra á Brekku. Kona Björns
var Halldóra Jónsdóttir, Einarssonar. Þau eru
fyrir löngu síðan dáin.
Landnemi, N.E. 27.
Pétur Guðmundsson. — Faðir hans var Guð-
mundur Pétursson, Hrómundssonar. Þeir feðgar
bjuggu allir í Hólmakoti í Hraunlireppi í Mýra-
sýslu. Móðir Péturs Guðmundssonar var Guðbjörg