Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 93
91
ólafsdóttir bónda í Krossholti í Kolbeinsstaða-
hreppi. Ólafur var einn hinn mesti sjógarpur á
sinni tíð, annar en Sigurður hreppstjóri á Jörfa,
faðir séra Helga á Melum. Það var í frásögur fært
að eitt sinn hefðu þeir Ólafur og Helgi í Vogi —
bróðir Sigurðar á Jörfa — lent í aftaka veöri á
sjóleið úr kaupstað; var þá haft eftir Helga, er þeir
voru lentir, að það hefði verið meira en menskur
maður, er móti sér hefði róið þann dag, — svo
fanst honum til um áratök Ólafs. Daginn eftir reig
ekki Helgi úr rekkju, svo var hann þrekaður eftir
róðurinn, — var hann þá talinn afburða karlmenni
og þaulæföur sjósóknari. Bn Ólafur gekk að sinni
vanalegu vinnu næsta morgun, án þess að nokkur
breyting sæist á honum eftir barninginn, og vann
þann dag allan sem spánnýr væri, — eins og sagt
er um þá Egil og félaga hans, er þeir höfðu bai’ist
í klifinu á Vermalandi forðum. Vísast hefir Ólaf-
ur verið afkomandi Egils og þeirra félaga, er með
honum börðust í klifinu. Og þær “taugarnar ei
þúsundir ísvetra ófu’’, hafa náð hjá honum hald-
góðri rótfestu. — Pétur Guðmundsson var tví-
kvæntur. Fyrri kona hans var Sigurlaug Sigurðar-
dóttir. Hennar móðir var Sigríður Aradóttir a.f
Akranesi. Bróðir Sigríðar var Jón, móðurfaðir Jó-
lianns Sæmundssonar. — Seinni kona Péturs var
Margrét Sigurðardóttir bónda í Skíðsholtum, Ól-
afssonar í Krossholti, sem hér var getið. Þeirra
dóttir Rannveig, átti Skozkan mann, nú ekkja. —
Árið 1900 flutti Pétur til Vesturheims og settist á
landið ári síðar. Hann lézt 1924. — Guðmundur
er sonur Péturs og Sigurlaugar fyrri konu hans. —
Hann býr nú á föðurleifð sinni. Er hann þar al-
einn. Þó er hann allra manna vinsælastur, glað-
lyndur, drenglundaður, hjálpfús og ósérplæginn.
Landnemi, Lot V.V. 28.
Guðmundur Jónsson. — Foreldrar hans voru
Jón Björnsson og Guðrún Jónsdóttir, sem bjuggu