Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 87
85
Landnemi, N.V. 25.
Jón Pálsson Vatnsdal. — Paðir hans var Páll
Jónsson, Magnússonar. Þeir feðgar bjuggu allir
í Koti á Rangárvöllum hver fram af öðrum. Móðir
Jóns Vatnsdal var Margrét Eiríksdóttir bónda á
Helluvaði á Rangárvöllum, Jónssonar. Móðir Mar-
grétar var Sigríður Magnúsdóttir systir Jóns í
Koti. Voru foreldrar Jóns Vatnsdals systkinabörn.
— Sigríður var nafnkunn yfirsetukona og var ijós-
móðir fjölda barna, tók þá fyrst mörg þeirra heim
til sín; þótti hún verið hafa ein hin merkasta kona.
Hún var í nánri ætt við Grím Thomsen. Móðir
Páls föður Jóns Vatnsdal var Halla Pálsdóttir, af
hinni alkunnu Keldnaætt á Rangárvöllum. Kona
lóns Vatnsdals er Agnes, skörungur mikill, grein-
argóð, fróð og minnug. Faðir hennar var Magnús
bóndi á Litla-Ármóti í Plóa, Gamalíelsson bónda
á Gafli í Plóa, Gestssonar. Móðir Agnesar var
Guðlaug Magnúsdóttir bónda á Egilsstöðum,
Bjarnasonar s. st., er var ættaður undan Eyjafjöll-
um. En móðir Guðlaugar var Guðrún, Þórðar-
dóttir bónda á Mýrum í Flóa, Eiríkssonar s. st. —
Móðir Magnúsar föður Agnesar var Agnes Magnús-
dóttir bónda í Birtingaholti, Snorrasonar. Bróðir
hennar var Guðmundur bóndi í Birtingaholti, móð-
urfaðir Ágústs Helgasonar, sem þar býr nú, og
þeirra nafnkunnu bræðra. — Þau Jón og Agnes
giftu sig 1895. Þá var hann 32 ára, en hún er 5
árum yngri. Til Vesturheims fluttu þau frá Tjarn-
arkoti í Njarðvíkum árið 1900, en settust á landið
1902. Vann Jón þá kappsamlega að húsagerð á
landi sínu, er hann vann einn að, því hann er
smiður góður og afkastamaður að verki. Hjá öðr-
um hefir hann einnig unnið að húsagerð síðan
hann kom í bygðina. Barnlaus eru þau hjón, en
þau tóku' til fósturs stúlku á 9. árinu, er mist hafði
þá móður sína. Hún heitir Lára og er dóttir Þor-
steins Bergmanns í Riverton og konu hans Þór-