Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1932, Blaðsíða 82
80
synir þeirra. En dætur þeirra eru: 1. Sigurjóna,
kona Jóns Þórðarsonar bónda í Hnausabygð; 2.
Guðrún Sigríður, kona Jakobs Guðjónssonar bónda
í Hnausabygð; 3. Rannveig Jófríður, kona Jóns
Vídalíns Magnússonar á Eyjólfsstöðum í Hnausa-
bygð; 4. Guðlaug, kona Hillmanns Snæfelds bónda
í Hnausabygð; 5. Sigrún, kona Tryggva Snæfelds;
6. Emilía Ingibjörg, kona Jóhannesar Ólafs. Faðir
hans var Guðmundur Markússon landnemi í Árnes-
bygð.
Landnemi, S.V. 23.
Sigfús Jónsson. — Faðir hans var Jón bóndi
á Þverá í Svarfaðardal, síðar í Dæli, Sigurðsson
bónda á Steindyrum. Móðir Sigfúsar var Oddný
Sigfúsdóttir, Sigfússonar, Einarssonar spítalahald-
ara á Möðrufelli. En móðir Oddnýjar var Guðrún
Jónsdóttir bónda á Hæringsstöðum í Svarfaðardal
(Hæringsstaðaætt). — Kona Sigfúsar Jónssonar
var Björg Jónsdóttir bónda á Þverá í Skíðadal,
Guðmundssonar bónda á Ingveldarstöðum í Svarf-
aðardal. En móðir Bjargar var Helga Hjálmars-
dóttir og Þóreyjar. Móðir Jóns föður Bjargar var
Guðrún Magnúsdóttir prests á Tjörn í Svarfaðar-
dal, Einarssonar spítalahaldara á Möðrufelli. Frá
Einari eru þau hjón á Blómsturvöllum, Sigfús og
Björg fjórmenningar. — Um 1866 munu þau Sig-
fús og Björg hafa gifzt. Það þótti mikið í þau
hjón spunnið. Björg var prýðisvel greind og sköru-
leg húsfreyja en Sigfús atorkusamur og búhöldur
í bezta lagi. Þau eignuðust 13 börn, sem flest
náðu fulltíða aldri. Þau sem lifa eru: 1. Jóhann,
sem áður er getið; 2. Signý, gift Þorsteini Þor-
steinssyni, Guðmundssonar, ættuðum úr Miðfirði,
búsett í Winnipeg; 3. Oddný, síðari kona Jóns í
Gilhaga í Árdalsbygð, en síðar gift Friðfinni Sig-
urðssyni; 4. Svanbjörg, síðari kona Sigurmundar
Sigurðssonar; 5. Indíana, kona Sigurðar Kristins-