Félagsrit - 01.01.1915, Page 6
6
komi þjóðunum frá reglulegri sjómnnnastéit, af ]>eim
ástæðum, sem þegar er á bent.
Þetta er öðruvísi hjá bændastéttarfólki. Þar alast
börnin upp á aðskildum heimilum við ýms störf, er
miða til bjargarframleiðslu fyrir alidýrin og mest við
glæðing og viðhald lífs. Leikir barnanna miða til hins
sama; þau gera leikföng sín að búpeningi og annast
hann á ýmsa vegu. Er þau fá þroska til, verða störfin
margbreyttari, og mörg þeirra krefja umhugsunar og
fyrirhyggju langt fram í tímann. Ungviðið þarf að-
hjúkrunar árum saman, áður en það verður að ávaxta-
samri skepnu, og jörðina þarf að erja og undirbúa
löngu áður en ávextarins er von. Við þetta þrokast
kraftar sálar og líkama; og þótt oft sé við smá efni
búið, verður sveitalífið börnunum oftast heilnæmara en
kaupstaðarlífið, þótt nokkurn veginn nóg sé við að lifa.
Fatlist sjómaðurinn frá vinnu nokkra mánuði, er
heimilið venjulega að öllu þrotið; en þótt svo vilji til
um einyrkja sveitabónda, dregur hans heimili oftast
fram lííið á nytjum búsins.
Fjölbreytni starfanna, fyrirhyggjunauðsynin, að
störfin fara fram á landinu, bundin við einstök heimili,
og eru flest innifalin í því, að glæða Iíf jurta og dýra,
er ástæðan til þess, að sveitafólkið verður fjöllhæfara,
fær innilegri velvild til landsins, sem nefnd er ættjarð-
arást, meiri staðfestu i ráði sínu, fjárhagshygni, og
hugsunarhátturinn verður mýkri. Lífshættan, sem sjó-
maðurinn sífelt hefur fyrir augum, á sinn þátt í að gera
hugsunarhátt hans óþjálan.
Mörg dæmi mætti benda á, er sýna, hve drjúgt oft
drýpur af litlu sveilabúi, og hve miklu áreiðanlegra það