Félagsrit - 01.01.1915, Page 10
10
ur svo margháttaðrar umhugsunar. Til að vera góður
fjármaður, fjósmaður og fóðurhirðir, heyskaparforstjóri,
jarðræktarmaður o. s. frv., verður að neyta sálarkraft-
anna margvíslega, lil þess þarf forsjálni og fyrirhyggju;
því svo að segja daglega og oft á dag geta kringum-
stæðurnar tekið hreytingum, sem sjá verður við og ráða
fram úr. Alt þesskonar æfir og styrkir sálaraflið, en
einhliða sfarfsemi og tilbreytingafá sljófgar ]iað eða hindr-
ar fjölbreytta þroskun þess. Og það er einmilt fjöl-
hæfnin, sem mjög mikið hefir að þýða fyrir menn í
lifsbaráttunni. Þeim, sem niargt hefir borið við að gera,
og haft tækifæri til að beita hugsun sinni á marga vegu,
ráða fram úr mörgum vanda, verða íleiri vegir færir
og lífsharáttan því auðveldari en öðrum, sem fáum eða
einu starfi er vanur, og hefur lítið um annað haft að
hugsa. Svo er um ýmsan iðnað; þar verða nienn leikn-
ir í einu starfi, en geta verið eins og óvita-börn í flestu
öðru.
Margt mætti nefna til dæmis um það, hversu æf-
ingin þroskar sálarkraftana. Eitt er veðurgleggnin. Við
heyskap, fjármensku (einkum þar sem útbeit er stund-
uð), ferðalög, róðra o. 11., eru menn mjög háðir veðrinu,
enda er alkunnugt að menn er ]>etta stunda, hafa verið,
og eru sunfir enn, afbragðs-veðurglöggir. Lífsstaðan hef-
ur snúið hugsuninni að þessu og skerpt hana, knúið
sálarkraftana til áreynslu í þessa átt. Hafa menn þann-
ið orðið áreiðanlegri í því að segja fyrir veðrabrigði
heldur en loftvogir og rakamælar.
Góðir fénaðarhirðar finna alveg til með skepnum
þeim, sem þeir umgangast. Þeim verður fóðrið drjúgt
í höndum, og fénaðurinn þó vel útlítandi og gerirbezta
gagn. Góður smali er íljótur að finna týnda sauði;