Félagsrit - 01.01.1915, Page 13

Félagsrit - 01.01.1915, Page 13
13 Flestir höfum við í hugsuninni einhvern hlýleika tii íandsins, þar sem við höfum alist upp og lifuni, og til þjóðarinnar, sem það hyggir. Vildum þvi gjarnan óska að landiS héldi áfram að vera bygt sömu þjóS fram- vegis, og að Iíðan hennar fremur færi batnandi. En eitt hið fyrsta og helzta skilyrði fyrir því er, að hagur sveita- fólksins mætli verða svo þolanlegur, að sveitirnar geti haldið áfram að vera bygðar. Efnahagur bændafólksins þyrfti helzt að batna. Það getur ekki orðið án tilverkn- aðar mannanna. En 'það sem lljótust áhrif getur haft í þá átt, er umbætur á sviði viðskiftalífsins (þ. e. í verzl- un og aamgöngum). — Þar sem þjóðfélagsskipun á sér stað, þurfa allir einhver viðskifti að hafa, og hjá öllum jijóðum er viðurkent, að hagur manna sé mikið undir því kominn, hvernig viðskiftalifið er. 3. Vlftskiftalíf á liftnum öldum og ókostir þess. Á þjóðveldistímunum, þegar goðarnir höfðu fram- kvæmdarvaldið i landinu, var það siður, að þeir lögðu verðlag á varning, innlendan og útlendan. Máttu kaup- menn, er hér við Iand komu, eigi byrja verzlun við bygð- armenn fyr en goðinn þar á staðnum hafði kveðið upp verðlagið. Verzhmin var að öðru leyti frjáls, og ráku hana bæði landsmenn sjálfir, er gerðu út skip og voru i förum til nágrannalandanna, til að afla þeirra hluta, er hér var þörf fyrir, og svo þeir kaupmenn annara þjóða (Austmenn), er til landsins komu og seldu og keyptu vörur. Sviksemi í viðskiftum þótti þá hin mesta var- menska, enda var orðheldni talin hin æðsta dygð; orð forfeðra vorra þóltu venjulega jafngild sem eiðar.

x

Félagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.