Félagsrit - 01.01.1915, Síða 14

Félagsrit - 01.01.1915, Síða 14
14 En Adam hélzt ekki lengi við í Paradís, og eins fór hér um þessar dygðir. Hugsunarhátturinn spiltist og fyrir valdarán og flokkadrátt óeirðarmanna, dráp beztu manna Iandsins og þverrun dygða og manndáðar, komst þjóðin að lokum undir yfirráð erlends konungsvalds, er sló eign sinni á verzlunina við landið, eftir að lands- menn sjálfir að mestu voru hættir að reka hana. Þar af fæddist einokunin, er mest hefir spilt öllum viðskifta- hugsunarhætti landsmannna, svo að af því eimir mjög enn. Þeir, sem einkaréttinn til verzlunar hér höfðu, not- uðu hann oft með hinni mestu ósvifni til að féfletta landsmenn, er því reyndu að sýna þeim svik og hrekki í móti, og stálust til, er færi gafst, að brjóta þessi óvin- sælu höft með því, að verzla við aðra, er hingað skut- ust leyfislaust með vörur og skiftu þeim fyrir afurði landsins. Þótti fremd að brjóta einkaréttindi einokrar- anna og sýna þeim sem mestan óþokka, hrekkjabrögð og óskilvísi. Af þessu þróaðist tortrygni í viðskiftum við alt og alla, er einnig kom fram í innanlandsviðskift- unum, varð að almennri ástríðu — þjóðlesti, sem ekki er að búast við, að upprættur verði á skömmum tíma. Þetta er svo alment, að fáir veita því eftirtekt, og finst því ekkert athugavert við þetta ástand. — Allskonar út- lendar hrakvörur, sem fengist hafa þar rneð litlu verði, eru hingað flutlar og reynt að selja hér háu verði sem góða vöru. Sama er um innlendu vöruna. Það er reynt að koma henni út við kaupmanninn, hversu illa sem hún er vönduð, og þykir „alt fullgott í andskotans kaupmanninn“, jafnvel frægð að koma úl; hvítum hunds- skrokk í ullinni, og tólgarskildi með sleini innan í. Ull og fisk sjálfsagt að þurka svo illa sem unt er, og láta svo mikið af sandi loða í því, sem getur. í innanlands-

x

Félagsrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.