Félagsrit - 01.01.1915, Side 18

Félagsrit - 01.01.1915, Side 18
18 fólkið þar og goldið því kaup sitt, auk þess gert fátæka verzlunarþjóna að ríkum kaupmönnum, sumum svo rík- um, að þeir hafa þótzt upj) úr því vaxnir að búa hér- lendis, en sezt að ytra, og dregið þangað og notað þar annari þjóð til eflingar afraksturinn af erfiði okkar. Við höfum óbeinlínis bygt og borgað skip þau, sem annast hafa siglingar hér við land. Skipin eru ekki á ferð hér til að gera okkur greiða eða að gamni sínu, heldur vegna þess að það borgar sig fyrir þau. Við erum sifelt að borga þau með vörum. Verðið er dregið írá því sem við fáum fyrir okkar vörur, og lagt á þær vörur, er við verðum að kaupa. Þannig er skipaúthaldið á okkar kostnað, alt á kostnað íslenzka bændafólksins; því alt til þess nú fyrir 20—30 árum vóru hér engir framleið- endur aðrir en bændur til sveita og sjávar. Með verzl- uninni við kaupmenn í kaupstöðunum vinna framleið- endur utan kaupstaðanna auk þess beint á móti þrifum atvinnu sinnar, á þann hátt, að efla kaupstaðina og auka atvinnu þar. Eftir því sem við eflum kaupmenn að fé, færast þeir meira í fang. þurfa fleira íólk sér við hönd; og þar sem við leggjum til launin handa þessu fólki án takmörkunar frá okkar hendi, getur kaupgjaldið í kaupstöðunum hækkað svo, að fólkið dregst þangað, og við sitjum eftir hjúalausir. Við missum unga fólkið þangað, jatnótt og við ölum það upp, vegna þess að við látum aðra bjóða því þar betri kjör á okkar kostnað, en við sjálfir getum boðið því í sveitunum. — Auk þessa er enn ótali, að við höldum á kost og kaupi alla okk- ar óþarflega mörgu embættismenn. og höfum þó á síð- ari áruin gert talsvert af framkvæmdutn til almennings- nota, sumpart okkur sjálfum til liðs, svo sem bætur á samgöngum og ýmsar stofnanir. Alt þetta höfum við

x

Félagsrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.