Félagsrit - 01.01.1915, Page 21

Félagsrit - 01.01.1915, Page 21
21 tímum, er hin miklu auðsöfn einstakra manna hafa myndast, og þeir sem þeim ráða hafa slegið sér saman í félög (,,hringa“) sér til eflingar, er eríitt rönd við henni að reisa, og stjórnir ríkjanna henni háðar i mörgu. Hin stóru heimsríki eru i raun og varu nokkurskonar stór- kaupmenn. Þau hafa meira og minna af heiminum undir sem hjáleigur, til að auðga heimaríkið af viðskift- unum þar. Og i hinum miklu svonefndu menningar- löndum, svo sem Englandi o. fl., eru þeir menn, sem mestu ráða, í raun og veru kaupmenn, flestir rikir, en meginþorri þjóðarinnar öreigar, sem þræla fyrir sultar- brauði; því kaupmenskan hirðir meginhluta verkkaups þeirra — eins og hjá okkur á sér stað, þó auðsöfnin enn sé smærri hjá ómögum vorum, af því hér er alt í smærra stíl. Kaupmenskan hleður undir nokkra menn i þjóðfélaginu til að gera þá auðuga og volduga, en drepur jafnframt fjölda fólksins niður í eymd og örbyrgð. Aðal-undirrót hins mikla heimsófriðar, sem nú geysar, með öllum þeim miklu börmungum og eyðileggingu er honum fylgir, og sem teygir afleiðingar-angana inn á hvert heimili als menningarheimsins með áhrifum á verð- lag og fleira — er kaupmenska, sem birtist í yfirdrotn- unargræðgi stórþjóðanna, eða ráðandi manna hjá þeim, yfir sem mestu af heiminum, til að hafa sem tíðtækast vaid á verzluninni. Yiðskiftasamvinna, seni á erlendu (alheims-) máli er nefnd „kooperation“ (== kóperasjón), er algerlega gagnstæð „kaupmensku“. Framleiðandi vöru, sem selj- ast á, fær hana ekki kaupmanni fyrir það verð, er hon- um þóknast að „gefa“ fyrir liana, heldur hefur allan veg og vanda af henni, unz hún er komin i hendur þeim, sem þarf að kaupa hana til neyzlu eða eigin notkunar.

x

Félagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.