Félagsrit - 01.01.1915, Síða 24

Félagsrit - 01.01.1915, Síða 24
24 6. Flciri ókostir kaupnicimsltunnar og; ltostir saniTÍnnufélagsskaparins. Hér að framan, einkum í 3. kafla, er vikið að þvi, hverjir ókostir loða við kaupmennskuna, og hversu hún hefir spilt viðskiftalífi hér Áður en lýst er nánar kost- um samvinnufélagsskaparins, skal enn, til þess að mis- munurinn skiljist betur, vikið að því, hversu viðskifta- ódygðirnar geta spilt þjóðmeguninni, sálarlífi þjóðarinn- ar o. fl. Þegar það er lenzka að verzla með, reyna að koma út, setja sem ógallaða vöru, alt hið versta, alt sem gall- að er, þó lítið beri á, er það sífelt umhugsunarefni selj- andans hvernig hann eigi að bera sig að, svo kaupandi taki þetta afhrak, sem honum er boðið, fyrir góða vöru, og borgi eins og svo vœri. Seljandinn veit að hann ætlar að reyna að íleka kaupandann, og er því sifelt fullur með óhreinar hugsanir. Svo kernur að fram- kvæmdinni. Hann er að selja gallaðan grip, leynir göll- unum, en lýgur til kosta. Sonurinn heyrir til, og veit alt um gripinn. Kaupin takast og seljandinn hælist unr, ef ekki með orðum, þá með ánægjulegum svip. Hin spilta sál föðursins sáir eitruðu fræi í sál sonarins, er síðan ber samskonar ávexti í viðskiftaháttsemi hans. Nú koma gallar gripsins brátt í ljós hjá hinum nýja eiganda, en auðvitað ekki hinir lognu kostir. Hann fyllist því gremju við seljandann, ber hann út sem svikahrapp og varar kunningja sína við honum. Verður jafnframt tor- trygginn við aðra, og sonur kans verður fyrir samskon- ar áhrifum. Þegar hann næst þarf að kaupa grip, ger- ir hann ráð íyrir prettum, og þorir ekki að borga nema lágt verð, t. d. kú ekki öllu hærra en hún mundi „leggja

x

Félagsrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.