Félagsrit - 01.01.1915, Page 29

Félagsrit - 01.01.1915, Page 29
7. Félögin liér og skcrin. A siðari árum hafa hér á landi verið mynduð all- miirg verzlunarfélög, sum með samvinnufélagsskapar- sniði að meira eða minna leyti; en flest hafa þau van- þrifist, og er það ekki að undra. Þau hafa flest strand- að á skerjum viðskifta-ódygðanna, sem lýst er hér að framau, eða á spilling hugsunarháttarins, sem er eðli- leg atleiðing af ástandinu eins og það hefur verið. Sum þessi félög hafa verið svo óheppin, að gera að forstöðu- mönnum sínum bragðarefi með kaupmennsku-ánda, sem félagsmenn hafa ekki séð við, og því hafa getað flekað félögin sér í hag. Þetta hefir svo hvekkjað félagsmenn, aukið tortryggni þeirra og fælt þá frá félagsskapnum. Mörg hafa strandað á ótrygð félagsmanna sjálfra. Þeir Iiafa ekki kunnað að vera félagsmenn, ekki skilið til- gang félagsskaparins, verið of rótgrónir í gamla viðskifta- ódygða-hugsunarhættinum, og farið hinu sama fram við félagið, sína eigin verzlun, eins og þeir vóru vanir að fara fram við kaupmenn, ekki bætt vöruvöndunina og ekki staðið i skilum. Þeir hafa skoðað félagið sem kaupniann, er sjálfsagt væri að fleka svo sem þeir höfðu vit á. Félögin hafa þvi ekki getað fengið betri kjör í kaupum eða sölum en hjá kaupmönnum gerðist. Sum hafa komist í skuldir vegna vanskila félagsmanna, og oltið um koll, Altilt hefur ]»að verið, að félagsmenn hafa selt hið skársta af vörum sinum kaupmönnum, en fengið sinni eigin verzlun, félaginu, úrhrakið til með- ferðar. Og svo kent stjórn félagsins um, hafi henni ekki tekist af fá hærra verð fyrir þetta, en gerðist hjá kaupmönnum. Oft hafa kraftmennirnir sneilt sig hjá félagsskapnum, því þeir áttu von skárstu kjara hjá kaup-

x

Félagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.