Félagsrit - 01.01.1915, Síða 35

Félagsrit - 01.01.1915, Síða 35
35 að vanda sem bezt meðferS kjöts og annara afurða sláturfénaðar, og vinna þeim markað, að koma svo reglubundnu skipulagi á flutning fénaðar til sláturhúsanna og alurða á markaðinn, sem unt er, að losast við ónauðsynlega milliliði, og að seljendur fái alt verð fénaðar síns, að kostnaði við söluna frádregnum". Um þetta er svo sagt í athugasemdum við bráða- byrgðalög félagsins frá 1906: „Óeðlileg viðskifti má það telja, er framleiðendur selja fénaðinn mönnum, er vitanlega reyna að fá hann fyrir sem lægst verð, en selja hann siðan eða afurðir hans, aftur neytendum með svo háu verði sem mögu- legt er. Eru slíkir viðskifta-milliliðir ónauðsynlegir og oftast báðum aðilum til óhags. — Kunnugt er, að enn (1906) hefur ekki tekist að búa sláturfjárafurðir svo út til sölu í öðrum löndum, að þær hafi náð því áliti, sem vera bæri og þær verðskulda. Meðal ætlunarverka fé- Iagsskaparins verður því, fyrir áhrif sláturhúsanna, að koma lögun á þelta. Sama gildir gagnvart innlendum kaupendum. Með samvizkusamlegri ílokkun og vöndun allrar meðferðar á vörunni, geta viðskiftin einnig hér orðið hagkvæmari bæði fyrir seljanda og kaupanda. — Hér þarf enga milliliði né umboðsmenn, er sveitamenn verzla við Reykvíkinga. Þar geta hlutaðeigendur skift beint hvorir við aðra gegnum sláturhúsið, sem félags- menn hafa öll ráð yfir og fult eftirlit með. Þá fá selj- endur það sem neytendur borga fyrir vöruna, að ein- ungis óhjákvæmilegum kostnaði frádregnum. Slík við- skifti virðast svo eðlileg, að framar verði naumast kom- ist. Verðið myndast þá einnig á eðlilegri hátt, heldur 3*

x

Félagsrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.