Félagsrit - 01.01.1915, Side 36

Félagsrit - 01.01.1915, Side 36
Sé 6h er milliliðirnir selja vörurnar eftir sínum hagsmuhá' hugmyndum". Það má nú heita furða hve mikið hefur áunnist i þessu efni á ekki lengri tíma. Vörur félagsins hafa náð gengi á heimsmarkaðinum, og verðlagið skapast eftir honum innan lands og utan. Nokkuð bar á ýmugust til félagsins eða óvild á því í fyrstu, bæði í Rvík og víða'r; þvi það duldist ekki, að búast mátti við að sláturfé og afurðir þess, er menn þar þurftu að kaupa, mundi hækka í verði, ef félaginu tækist að vinna þeim álit og betri markað erlendis. En þessi óvild má nú heita horfin. Sýnist ekki heldur á- stæða til að amast við því, að sveitabændur reyni til að auka gildi og verð vöru sinnar á eigin spítur, frem- ur en við hækkun verðs á fiskvörum, sem unnið hefur verið að á almennings kostnað, svo nú eru helztu fisk- tegundirnar orðnar of dýrar til neyzlu í landinu. Sá er þó munurinn, að á fiskverzluninni græða einstakir menn, milliliðirnir, vegna félagsskaparleysis meðal sjómannanna; en hækkun fjárverðsins kemur öll framleiðendum að not- um — hjá þeim, sem í sláturfélögunum verzla. — 4. gr. „Félagsmaður getur hver sá orðið, er fram- leiðir sláturfénað, og er hann skuldbundinn til hlýðni við lög félagsins, þá er hann hefur verið tekinn í ein- hverja deild þess og hefur byrjað viðskifti í því“. 6. gr. „Hver sá, er gengur í fólagið, getur ekki skorast undan Iögum þess um næstu 5 ár. Vilji félags- maður, að þeim tíma liðnum ganga úr félaginu, skal hann tilkynna það deildarstjóra skriflega 6 mánuðum áður en 5 árin eru liðin; að öðrum kosti álízt hann félagsmaður næstu 5 ár, og gildir þetta um hvert 5 ára tímabil“.

x

Félagsrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.