Félagsrit - 01.01.1915, Page 39

Félagsrit - 01.01.1915, Page 39
39 Úrsagnir úr félaginu hafa varla átt sér stað, svo teljandi sé. Flestir vilja að félagið hjari, til að halda uppi verðlaginu, og hirða úrkastið, sem enginn vill, ef þeir þurfa á að halda. Sumir, og þar á meðal að öðru leyti góðir félags- menn, hafa sýnt af sér þá óþjálni, að heimta með hörku að komast að við sláturhúsin með fénaðinn, á þeim tíma sem þeim eða þeirra deild er hagkvæmast, án þess að taka tillit til annara, eða hvað félagsheildinni er fyrir beztu; og borið hefur við, að hafi ekki verið mögu- legt að fullnægja slíkum kröfum, svo sem að veita mót- töku fé frá 6—8 deildum á einum degi, máske alt að 10000 fjár, og forstjóri hefur þvi orðið að raða rekstr- um að nokkru leyti eftir þvi, sem ástæður sláturhúsanna hafa leyft að veita fénu móttöku, þá hefur stundum verið komið með það gagnstætt rekstrafyrirskipunum hans (t. d. 1913), eða það selt kaupmönnum og hverj- um sem hafa vildi. Alt eru þetta erfðasyndir, afleiðingar viðskiftavand- kvæðanna og spillingar í hugsunarhætti, sem að framan er um rætt. Og meðan við slikt er að stríða, má búast við svona erfiðleikum i viðskiftasamvinnufélagsskapnum á meðal vor. Einræningsháttur, misskilningur og gagngerður skort- ur á félagslyndi — það er meinið. Mönnum hefur enn ekki til fulls skilist, að þeir væru sjálfir eigendur verzl- unarinnar, allir sem einn og einn sem allir, og að þeir, með hverju sem henni hnekkir, eða eykur erfiðleika við rekstur hennar og viðleitni forstöðumannanna til að gera öllum jafnan rétt, eru að spilla fyrir sínu eigin hagsbóta- fyrirtæki, sinni eigin verzlun, og með því skaða sjálfa

x

Félagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.