Félagsrit - 01.01.1915, Page 42

Félagsrit - 01.01.1915, Page 42
42 anna. Séu ekki slíkar áætlanir fyrir hendi, hefur for- stjórinn ekkert til að byggja á. Ut í bláinn verður hann þá að panta ílát og annað, er þarf til vöru-um- búða. Engin leið er fyrir hann að fara nærri um hvað fyrirfram má selja, og verður hann því að hafa vaðið fyrir neðan sig, og gæta þess, að selja eigi of mikið. Getur þá slundum tapast sölutækifæri fyrir óvissuna. Eins getur af þessu áætlunarleysi leitt mikil óþægindi við starfrækslu sláturhúsanna á haustin; því án nokkurn- veginn ábyggilegrar áællunar er forstjóra ekki unt að vita um væntanlega fjártölu úr deild, er hann semur rekstrafyrirskipanir sínar, sem varla má síðar vera en um mánaðamótin ágúst og seft. En reglubundinn að- flutningur er undirstaða starfseminnar; og fáist félags- menn ekki til að hlýða settum reglum í því efni, getur rekið að sömu vandræðum, sem át'tu sér stað áður en félagið var stofnað, að geyma verði féð við verzlunarstað- inn, og af því leiði rýrnun fjárins, verðfall og alskonar óreglu. Félagsmenn verða því að senda deildarstjórum þessar áætlanir í tíma, þeir draga þær saman og senda forstjóra, og geta jafnframt um, á hvaða dögum deild- armenn ekhi geta rekið, vegna leita og rétta. Eftir því hagar þá forstjóri fyrirskipunum sinum, og þeim verða félagsmenn að hlíðnast. Hlýði háseti ekki, eða breyti gagnstœtt fyrirskipun- um formannsins, getur það leitt til þess, að skipið far- ist með allri áhöfn. Skuldbindingin um óskift viðskifti er það, sem mönnum virðist hafa veitzt eríiðast að skilja og halda. Slíkt er nefnt ófrelsi, og menn vilja ekki beygja sig undir það, En þetta er víst hjá flestum af íhugunar-

x

Félagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.