Félagsrit - 01.01.1915, Page 44

Félagsrit - 01.01.1915, Page 44
44 og Páli þaS sem þeir hafa þurft að kaupa af sláturfé, og þaS geri eg enn; vil ekki binda mig svo að eg sé ekki frjáls að því, o. s. frv. Hvers vegna vilt þú, bóndi góður, styrkja félagið á þenna hátt? Er það ekki af þvi að þú vilt að það reyni að koma fjárverzluninni í betra horf, en þér hefur tekist, með því að verzla við Jón og aðra? Já, þú vilt að það geri þetta. En getur þú ætlast til að því takist þetta, ef það hefur ekki annað að verzla með en það, sem Jón og hinir ekki vilja? Eða máske sum árin allmikið, og mest óútgengilegt, en sum lítið eða ekkert? Og þótt félaginu takist að hafa bætandi áhrif á fénaðar- verzlunina, af því aðrir styðja það með óskiftum kröft- um, skilst þér þá ekki að því mundi takast þetta enn fljótar og betur, ef þú einnig værir óskiftur við það? Já, það hlýtur þú að sjá og skilja. En hegðuðu allir sér eins og þú, hvað yrði þá úr félaginu? Það gæti þá ekki þrifist. Þú átt því að segja við Jón og hina: „Nú er eg búinn að stofna verzlun sjálfur, í félagi við stöðubræður mína. Þar læt eg nú verzla með alt sölu- fé mitt, eins og þú getur skilið. Því hver er sjálfum sér næstur. Nú verður þú, gamli viðskiftavinur, að snúa þér til þessarar verzlunar minnar, ef þú vilt, eins og að undanförnu, kaupa kindur frá mér. Eg get séð um að þú fáir af mínu fé, ef þú vilt það fremur. Það verður þá flutt heim til þín1'. Engan bónda hef eg heyrt um getið, sem héldi því fram, að hann væri skuldbundinn til eða vildi selja gömlum viðskiftamönnum með sama verði eins og áður en félagið var stofnað. Hagnaðinn vilja allir hafa af starfsemi félagsins, þótt þeir vinni á móti því með hátt- um sínum, Þeir virðast vilja láta skipið ganga rétt og

x

Félagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.