Félagsrit - 01.01.1915, Side 48

Félagsrit - 01.01.1915, Side 48
48 íélagsskapnum er nýabragð, sem er ókunnara. Kaup- menn koma til bændanna, ræða við þá og sýna þeim fram á, að þeim sé hagkvæmara að selja sér, sem borgi þeim alt verð fénaðarins út og reki hann á sinn kostn- að, en i félaginu dragist svo og svo mikið frá, og þar að auki verði þeir sjálfir að annast reksturinn til slátur- hússins, m. m. fl. — Þessu trúa margir, og þá telja þeir ekki á sig að smala aukalega til að ná í markað- inn hjá kaupmannssendlinum. En haldið þið í raun og veru, bændur góðir, að kaupmaðurinn geri þetta af einskærri náð og greiðasemi við ykkur? Haldið þið að hann gefi ykkur rekstur fjárins og nautanna og alla sína fyrirhöfn ? Nei, þið fáið að borga þetta ált og meira til. Óhagsýnir menn geta ekki verið kaupmenn til lengdar. Skoðið afkomu þeirra sem kaupa af ykkur ár eftir ár. Þeir gerðu það ekki ef þeir hefðu ætíð skaða. Þið gefið þeim oftast 1—3 kr á kind, og 10—20 kr. á nautgrip eða meira, til að losast við reksturinn, og eruð um leið valdir að því, að þið og aðrir fá minna fyrir fénað sinn framvegis en ella; standið þannig i vegi fyrir efling atvinnu ykkar, dragið kraft úr félags- skap, sem er að reyna að bjarga ykkur. Mörg snjallræði kunna bændafreistararnir til að af- vegaleiða fólkið. Eitt ráðið er að fá menn meðaf bænd- anna sjálfra til að gera kaupin við þá, ýmist myndar- bændur eða efnifegir bændasynir eru „agentar‘ kaup- manna. Það er lika dálaglegur verzlunarskóli! Fjár- kaupahéðnar þessir fara fyrst til þeirra manna, sem álitn- ir eru öðrum í sveitinni fremri að ráðdeild og verzlun- arhyggindum, til að gera kaup við þá; horga þeim sum- um jafnvef talsvert hærra verð en fénaðurinn er verður, til að geta síðan ílaggað með því, að þessir menn hafi

x

Félagsrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.