Félagsrit - 01.01.1915, Síða 49

Félagsrit - 01.01.1915, Síða 49
tö selt sér, og viti þeir þó hvað þeir geri. Ofborguninni ná kaupendur íljótt hjá hinum, er síðar selja þeim. — Það þykir fjárkaupamönnum ekki lítill fengur, ef þeim tekst að fleka einhvern deildarstjóra Sf. til að selja sér; þá er auðveldara að veiða deildarmenn, og þeir óhultari fyrir athugasemdum, þó þeir brjóti sín eigin lög. Á síðari árunum munu þó litil brögð að þvi, að deildar- stjórar hafi látið ginnast. Þó svo væri, sem sjaldan mun hafa átt sér stað, sízt alment, síðan Sf. tók til starfa, að seljendur hefðu eins mikið upp borið utan félags, eins og þeir fengju útborgað í félaginu, þá er þess að gæta, að það sem kaupmenn eða einstakir menn hagnast á kaupunum við bændur, þó ekki væri meira en samsvari því, er frá dregst fyrir tilkostnað við söluna hjá félaginu, er það þó gjöf frá seljendum, eða skattur, sem þeir greiða til að vinna móti sínum eigin hagsmunum og stöðu- bræðra sinna. Það gengur til að byggja hús og bæta hag kaupandaris og framfæra hans fólk, og bændur hafa venjulega ekkert gott af því í framtíðinni. En það sem frá dregst í félaginu gengur til að byggja og borga hús og áhöld, sem félagsmenn eiga sjálfir, og sem koma þeim og eftirkomendum þeirra að notum framvegis; það eykur eign félagsins, og þar nýtur hver félagsmaður góðs af því árlega, í hlutfalli við viðskifti sin. Það sem til starfslauna gengur, er sama sem borgun til hjúa fé- Iagsmanna, sem fyrir |)á vinna þeim til hags. I þessu liggur hinn mikli munur. Okkur ætti ekki að gilda einu hvað um þá peninga verður, sem við látum úti. Hér eigum við að velja um tvent: 1, hvort heldur við viljum að þeir aurar, sem við ekki fáum beint í okkar hendur, gangi til að efla 4 I

x

Félagsrit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.