Félagsrit - 01.01.1915, Page 66

Félagsrit - 01.01.1915, Page 66
ér þa& haust komst á aðrekstra, einkum til hússins 1 Rv. Hafði „áætlun vantað úr mörgum deildum" um haustið. Svo óhlíðnuðust sumar deildir rekstrafyrirskip- unum; komu ekki ákveðinn dag, en síðan þá er þeim sýndist; og fjárfjöldinn úr liófi. Þó siátrað væri 1000 — 1100 dag eftir dag, safnaðist fé fyrir og varð — nú fyrst, siðan fél. byrjaði — að geyma sumt féð í nágrenn- inu. Svo varð tunnuskortur um tíma, og var kælihús- inu þá að þakka — með forsjá frkvn. og dugnaði starfs- manna — að fram úr öllu réðist betur en áhorfðist — 17. nóv. skipar borgarstjóri félaginu að „rífa niður þegar í stað“ gömlu húsin, sem voru á lóðinni, þá er hún var keypt, og notuð lil margskonar geymslu, meðal annars sem hlaða, svínahús, gæruhús, salthús og fleira. Frkvn. færðist undan með kurteisu bréfi. Árið 1914; 14 fundir. — Mikið stímabrak og funda- höld út af margendurteknum skipunum borgarstjóra að rífa gömlu húsin (frá vegi, sem bærinn ætlar að gera þar). Loks tókst B. B., eftir rannsókn í 3 daga, að finna skilyrðislaus þrjú byggingarleyfi fyrir húsunum frá árunum 1893, 1895 og 1897. Varð þá síðasta svar frkvn., að félagið mundi verja rétt sinn og ekki rífa húsin nema samkvæmt dómi. Síðan hefur því ekki verið hreyft. — Enn samið um útílutning lifandi fjár (til Belgíu, og síðar Englands), en varð ekki af vegna stríðs- ins. Nokkrar tunnur af Víkurkjöti, er ekki komust út þaðan fyr en um vorið, lentu í hitatíð ytra (í Danm). og seldust ekki vegna þess að „kæsulykt" þótti úr sum- um; þær voru teknar heim aftur. Var meiri hlutinn síðan endursaltað og (60 tn.) selt til Noregs, hitt selt hér, þar af nokkrar tunnur á uppboði. Er það hið eina

x

Félagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.