Félagsrit - 01.01.1915, Page 70

Félagsrit - 01.01.1915, Page 70
70 vilja halda sér að þessu lífakkeri atvinnu sinnar af öllum kröftum? Reikningsupphœðar-tölurnar gefa hugmynd um peningaveltu í félaginu. Þó er þar ekki iunifalið ver?5 nauta og ýmsrar annarar vöru (smjörs, eggja, hangi- kjöts, rjúpu, lax o. fl.), sem teknar eru af félagsmönnum eða keyptar til útsölu í Rvík. Þær eru alborgaðar við móttöku og ætlast til að þær beri sinn eiginn sölukostn- að. Af því er að eins nautaverð tilfært síðast í starfs- sjánni; en margir hirða húðirnar og slátur (bæði nauta og sauðfjár), og er verð þess ekki talið með. — Auk fjárverðsins er í reikningsupphæðinni: tekin og endur- greidd lán á árinu, afborganir, reksturskostnaður, vöru- skuldir og aðrar eftirstöðvar til næsta árs, m. fl. Reikn- ingarnir eru árlega prentaðir og sendir öllum deildar- stjórum. Eiga þeir að lesa þá upp á deildafundum, og gefa skýringar eftir föngum. Á deildarstjórafundum er reynt að skýra þá hið bezta. Endurskoðun á reikning- um og rannsókn á öllum hag félagsins fer fram tvisvar á ári, eftir árslokin og júnílok. Hafa reikningarnir ætíð verið í beztu reglu. Svo má segja að fél. hafi út á við verið mjög lán- samt; engin veruleg áföll viljað lil, og oft ræzt betur úr en á hefur horfzt. Þrjú smá óhöpp hafa komið fyrir: Garnakaupandi í Þýzkalandi gekk frá sanmingi með undanbrögðum (1911). Hafði orðið verðfall eftir að hann samdi, og sá hann fram á tap. Farið var í mál við hann út af svikunum, en erfitt aðstöðu i fjarlægu landi, og vannst því ekki. Málskostnaður (hálfur) féll á fél. (um 1000 kr.), og garnaverðið tapaðist að því sinni. — Umboðsmaður fél., A. G. Larsen, hvarf (1911), og var þá í skuld frá árinu áður (kr. 11343,31). Búi hans

x

Félagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.