Félagsrit - 01.01.1915, Page 78

Félagsrit - 01.01.1915, Page 78
78 ■sýslu GuSmuHdur Ólafsson, alla tíð. — Forstjórinn, tí. Thorarensen, er 9. maður í stjórnarnefndinni. Aðalfundi hafa auk þess sótt: annar eða báðir endurskoðunarmenn, og eftirlitsmaður slátrunarinnar í Rv., Lárus Helgason bóndi, Kirkjubæjarklaustri, síðan hann tók við þeim starfa (1910), V. G. framkvnm. og Pétur Þórðarson, bóndi, Hjörsey (deildarsljóri, varastjórn- arm. Mýras. og starfsmaður við Borgarness-slátrunina ár- lega). En því miður hafa aðrir deildarstjórar ekki séð sér fært, eða sýnt viðleytni til, að taka árlega þátt í störfum aðalfundanna, og . þannig kynnast gangi mál- anna og öllum hag félagsins. Eiga þó ýmsir leið til Rvikur um Jónsmessuleytið, þegar aðalfundir venjuleg- ast eru haldnir, og fundirnir opnir fyrir alla félagsmenn, sem fá málfrelsi og tillögurétt á þeim ef þeir óska þess. Meiri samvinna stjórnar og deildastjóra væri æskileg, og yrði sjálfsagt til að glæða líf og samheldni í félags- skapnum. Deildastjórar yrðu þá færari um að hafa góð áhrif í deildum sínum. Gætu einnig oft orðið stjórn- inni til liðs með tillögum og upplýsingum. Félagsrækni deildanna getur verið mikið undir deildastjórunum kom- in. Það hefur reynslan sýnt í Sf. Sl. Þeir þurfa að vera færir um að upplýsa félagsmenn um lög, starf- semi og hag félagsins. Sem dæmi um það, hve ófróðir félagsmenn geta verið um slíkt, má nefna, að einn mik- ilsmetinn bóndi og margra ára sveitarstjóri, sem verið hefur í félaginu frá byrjun, ritaði í sumar bréf til for- stjóra (nefndi hann „formann" félagsins), og krafðist af honum að fá innleyst stotnhréf sín, „ef þau þá væru annað en pappírinn", eða að fá „6°/0 vexti af þeim að öðruin kosti“, því það yrði hann að borga í vexti af láni, sem hann annars yrði að taka. — Samkv. lögum

x

Félagsrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Félagsrit
https://timarit.is/publication/418

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.