Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 5

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 5
IÐUNN] Rakel. Eftir Arnrúnu frá Felli. Þá er hann liafði hugsað sig um í nokkra mán- uði, og á þeim tíma við og við gengið á milli góð- búanna og lánað sína ögnina hjá hverjum, með miklum eftirtölum, lagði Salómon í Urðarkoti á Ströndum af stað með dóttur sína Rakel, í lestinni á »Vestu«, þá löngu leið inn á hvern fjörð áleiðis til Reykjavíkur. Héraðslæknirinn á Ströndum hafði fyrir 6 mánuðum sagt honum, að Rakel yrði að fara á spítala, og ef til vill yrði að gera á henni skurð. Það hafði verið sá lengsti háifl mánuður, sem Saló- mon hafði lifað, ferðin ineð »Vestu« inn á hvern fjörð. Rakel var sjóveik og grét af hræðslu, þegar hún heyrði hafísjakana urga við skipshliðarnar. Hún hafði horast niður; það var hrygðarmynd að sjá hana. Iiún var eitthvað svo framúrskarandi íslöðu- laus að eðlisfari, þoldi varla að heyra lalað um, að skepnu yrði slátrað, svo hrædd var liún við blóð; Það hafði nærri liðið yfir hana, þegar Pétur læknir falaði um að þyrfti að gera á henni skurð. Aumingja Rakel, hún var eilthvað svo munaleg, þegar hann var að flækjast með hana í misjöfnum vistum, eftir að mamma liennar dó; þegar liann svo loksins gat fengið ábúð á Urðarkoti, þá komu þessi veikindi; Salómon sneri sér undan, hann fékk tár í augun, þegar hann hugsaði til þess. Einhver góðviljaður farþegi hafði fylgt þeim eftir inörgum götum til læknis, komið þeim inn í bið- slofuna; Salómon hafði byrjað að heilsa þeim, sem 16*

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.