Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 8

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Side 8
24G Arnrún frá Felli: [ IÐUNN Þau komu inn í rúingott anddj'ri. Rakel varð star- sýnt á mynd af konunginum, sem alls ekki var í konungsskrúða. Vingjarnleg stúlka í undarlegri »mun- deringu« — fanst Salómon — tók á móti þeim og bað Rakel koma með sér; við Salómon sagði hún á bjagaðri íslenzku, að hann mætti koma inn seinna. »Þetta er víst nunna«, hugsaði hann. »Rakel fór með »systurinni« — svo sagði hún, að Rakel ætli að kalla sig — og kom inn í stóra stofu með mörgum rúmum. Það var verið að koma með matinn; Rakel kendi klýgju við lyktina. Það var skrítið að sjá fólk borða út af liggjandi, það hafði hún aldrei séð fyr; liún var alveg hissa á því, að það gæti það; og í einu rúminu stóð ung stúlka nærri því á höfði, fótagaflinn stóð á stórum tréklumpum. Úti við gluggann sátu tvær slúlkur, borðuðu, spjöll- uðu saman og hlógu sín á milli. »Systir« visaði henni til sængur. Rakel hálf-kinnokaði sér við að hátta í svona hvitt og fínt rúm; alt í því var snjóhvítt, sparlökin líka. Jú, það voru sparlök; raunar ekki alveg eins og amma hennar liafði lýst þeim. Og rúmið var heitt! Svo jmdislega notalegt; það voru leirbrúsar, sem hituðu það, eins og brúsinn, sem liún hafði séð í vöggunni prestsdótturinnar; hér var vissulega gott að vera. Salómon kom inn, hægt og stillilega, og bauð góðan daginn, en tók ekki í hendina á neinum. Það var víst ekki siður hér. »Hvernig líður þér?« hvíslaði hann, — honuin fanst sjálfsagt að hvísla. »Vel«, sagði.Rakel ánægjulega. »Hvað sagði lækn- irinn?« »Hm, hann sagði að við ættum að vera vongóð,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.