Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 11

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 11
IÐUNN] Rakel. 249- neyða ofan í sig matnum; hún vildi gera alt sem hann sagði; hann var svo góður, svo hún hélt áfram, þangað til henni fanst hún ætla að selja upp. Þannig liðu nokkrir dagar. »Læknirinn liennar<e kom daglega, settist við rúmið og lalaði við hana um ýinsa staðhætti og siði á Ströndum og klappaði á hendina á henni, þegar hann fór; en ef hún spurði um bata, brosti hann og sagði, að það væri nú mest undir því komið, að hún væri dugleg að borða og drekka mjólk, svo myndi hún auðvilað eftir að taka meðalið, sem koma ætti roða í kinnar henni. Það var eins og liann kæmi með sólskin og blóm í hvert sinn, sem hann kom; henni fanst hún ætíð frískari nokkra tíma á eftir. Salómon kom á hverjum degi. Hann var hissa á því, hvað hún var glaðleg og hress; en einlivern veginn fanst honum, að þelta væri ekki verulegur bati, hann hafði grun um, einhverja óljósa kvíðatil- finning, að hafísinn væri í nánd. ltéttum mánuði eftir að Rakel kom á spítalann, hitti Salómon prófessorinn úti á ganginum. Hann spurði Salómon, hvort það væri dóttir hans, sem lægi inni á stofunni þarna, og benti í áttina. Salómon játaði því. — Hann ællaði að gera á henni skurð á morgun — til reynslu — bætti liann við; »það er sullur í lifrinni, lungun slæm, óvíst um árangur«. »Collega álítur það raunar óþarfa ómak«, bætti prófessorinn við í hálfum hljóðum við læknisnema, sem slóð við hliðina á honum. Um kveldið fékk Rakel ekkert að borða; það þótti fienni vænt um. Hún var böðuð og færð í alt hreint, Það stóð víst eitthvað til. Næsta morgun, sagði »systirin« henni, að prófessorinn astlaði að skoða hana nákvæmlega inni í annari stofu, Konurnar í stofunni litu hver til annarar áhyggju- augum. Rakel tók eftir því og sagði hálf hátt við

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.