Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 12

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 12
"250 Arnrún i'rá Felli: t IÐUNN sjálfa sig: »Skyldi virkilega eiga að skera mig upp?« í því komu tveir ungir læknar í hvítum skikkjum, buðu góðan daginn brosandi, tóku liana í fang sér og báru hana út úr stofunni. Þeir báru hana inn á stofu, þar sem ekkert rúm var. Þar stóð prófessorinn og fleiri . hvítklæddir menn; þeir voru i óða önn að þvo sér um hendurnar. Hún varð óllaslegin; þeir ætluðu að skera í liana, og ef hún dæi, mundu þeir kryfja liana, skera hana í ótal parta. »Æ, nei, nei, ég þori þvi ekki; þið megið ekki skera mig«. Henni lá við gráti. »Verið nú róleg, Rakel litla«, sagði einn ungi lækn- irinn — hann minli dálílið á lækninn hennar —. Hún liætti við að gráta. Hún iá á skurðarborðinu, hálf skjálfandi af hræðslu. Höfðalagið var lækkað; einn af læknunum kom með poka og setti hann fyrir vilin á henni; bað hana að anda rólega, en henni fanst hún ælla að kafna, hún reyndi að hrópa: »Guð hjálpi mér«, en orðin urðu að óljósu muldri. Hún ætlaði alveg að missa and- ann, reyndi að brjótast um, en gal ekki hreyft legg né lið, svo var eins og hún svifi burt. Nú var hún víst dáin; henni fanst hún reka sig snöggvast á loftið í stofunni; hún sá brosandi andlit, það var læknir- inn hennar. Já, þá var lienni óhætt. Svo byrjaði prófessorinn á skurðinum. Hver var að kalla á hana? Hún var svo syfjuð; ’hún vildi ekki strax fara á fætur. Það var kallað aftur, hún opnaði augun og sá prófessorinn slanda við rúmið; hann spurði um líðan hennar. Ekki leið henni vel, voðalegur sársauki í síðunni. Hún smá- blundaði, vaknaði við, að komið var að rúminu og lotið ofan að henni. Það var læknirinn hennar! Hún glaðvaknaði. Hann klappaði á vanga hennar og sagði,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.