Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Blaðsíða 12

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Blaðsíða 12
"250 Arnrún i'rá Felli: t IÐUNN sjálfa sig: »Skyldi virkilega eiga að skera mig upp?« í því komu tveir ungir læknar í hvítum skikkjum, buðu góðan daginn brosandi, tóku liana í fang sér og báru hana út úr stofunni. Þeir báru hana inn á stofu, þar sem ekkert rúm var. Þar stóð prófessorinn og fleiri . hvítklæddir menn; þeir voru i óða önn að þvo sér um hendurnar. Hún varð óllaslegin; þeir ætluðu að skera í liana, og ef hún dæi, mundu þeir kryfja liana, skera hana í ótal parta. »Æ, nei, nei, ég þori þvi ekki; þið megið ekki skera mig«. Henni lá við gráti. »Verið nú róleg, Rakel litla«, sagði einn ungi lækn- irinn — hann minli dálílið á lækninn hennar —. Hún liætti við að gráta. Hún iá á skurðarborðinu, hálf skjálfandi af hræðslu. Höfðalagið var lækkað; einn af læknunum kom með poka og setti hann fyrir vilin á henni; bað hana að anda rólega, en henni fanst hún ælla að kafna, hún reyndi að hrópa: »Guð hjálpi mér«, en orðin urðu að óljósu muldri. Hún ætlaði alveg að missa and- ann, reyndi að brjótast um, en gal ekki hreyft legg né lið, svo var eins og hún svifi burt. Nú var hún víst dáin; henni fanst hún reka sig snöggvast á loftið í stofunni; hún sá brosandi andlit, það var læknir- inn hennar. Já, þá var lienni óhætt. Svo byrjaði prófessorinn á skurðinum. Hver var að kalla á hana? Hún var svo syfjuð; ’hún vildi ekki strax fara á fætur. Það var kallað aftur, hún opnaði augun og sá prófessorinn slanda við rúmið; hann spurði um líðan hennar. Ekki leið henni vel, voðalegur sársauki í síðunni. Hún smá- blundaði, vaknaði við, að komið var að rúminu og lotið ofan að henni. Það var læknirinn hennar! Hún glaðvaknaði. Hann klappaði á vanga hennar og sagði,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.