Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 39

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 39
IÐUNN] Vilhjálmur II. Pýzkalandskeisari. 277 Af því að víg þessi eru aðaltilefnið til heimsstyrj- aldarinnar miklu, skal í niðurlagi greinar þessarar vikið stuttlega að samkomulagsumleitunum þeim og friðrofum með slórveldunum, er af þeim leiddi. Eftir að Austurríki innlimaði Bosniu og Herze- govinu 1908, þvert ofan i samninga þá, er gerðir voru á Berlínarfundinum 1878, liöíðu löngum verið miklar viðsjár með Serbum og Austurríkismönnum, og hinir fyrnefndu höfðu ekki sparað að æsa Serba í Bosniu móti Austurríki. Við rannsókn þá, er hafin var út af vigunum, komst Austurríkisstjórn að þeirri niðurstöðu, að vígin væri að kenna undirróðri Serba í Bosniu og serbneskir embællismenn hefði verið við þau riðnir. Hins vegar liafði stjórnin í Serbíu varað ríkis- erfingjann nokkru áður við að dvelja í Sarajevo þenna mikla þjóðminningaidag Serba, er líkur voru til, að þjóðarmetnaður þeirra mundi kunna sér lítt hóf, og þóttist því nú laus allra mála, þó svona hörmulega hefði lil tekist. En Austurríkisstjórn vildi, hvað sem þessu leið, nota tækifærið til að »hirta« Serba, er liöfðu löngum verið henni erliðir nágrannar. Austurríkisstjórn bar málið undir þýzku stjórnina, og hún leit sömu augum á það, að því er málsskjölin í þýzku »hvítu bókinni« bera vitni um. Austurríkis- stjórn sendi því næst Serbum svo hörð ályktarorð (ultimatum) 23. júlí, að þess var enginn kostur að ganga að þeim, ef þeir vildu ekki glata frelsi og sjálfstæði landsins. Hins vegar leikur nokkur efi á Því, hvort þýzku stjórninni hefir gefist færi á að kynnast orðalagi orðsendingarinnar, áður en hún var afgreidd; að minsta kosti var keisari þá ekki ltominn heim úr Noregsferð sinni. í Áusturriki og Ungverjalandi hugsuðu menn sér bl hrejdings að reka harma sinna á Serbum, en gerðu ser i hugarlund, þótt undarlegt megi þykja, að llússar

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.