Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 43

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 43
IÐUNN ] Vilhjálmur II. Pýzkalandskeisari. 281 farið fram« og hann gæli »fullyrt forlakslaust«, að stjórnin óskaði alls ekki vígbúnaðar á landamærum Þýzkalands. En nú hefir Ianuskevitch borið það í prófunum, að hann hafi haft fyrirskipun keisara um almennan vígbúnað í vasa sínum, þegar hann 29. júlí átti tal við þýzka hermálafulltrúann. Suchomlinov hefir horið það fyrir réttinum, að Nikulás keisari hafi skrifað undir vígbúnaðarskipun- ina fyrir hádegi þ. 29. En seint um kvöldið þann sama dag fékk liann skeyti frá Vilhjálmi Þýzkalands- keisara, er ábyrgðist honum að viðlögðum drengskap sínum, að vinálta skyldi haldast með þjóðverjum og Rússum, ef almennur vígbúnaður væri ekki halinn. Rýzka »hvíta bókin« greinir frá þvi, að skeytið liafi »fengið mjög á keisara«. í prófunum heíir það komið fram, að hann símaði Suchomlinov og Ianuskevilsch um nóttina og tók aftur vígbúnaðarskipunina. Su- chomlinov hafði þessa skipun að engu og símaði oddvita herstjórnarráðsins »að hafast ekkert að« þ. e. halda vígbúnaðinum áfram. Morguninn eftir laug hann því að keisara, að vígbúnaður hefði einungis átt sér stað í suðvesturhéruðum landsins, þ. e. á landamærum Austurríkis. Daginn eftir hiltust þeir Suchomlinov og Sassonov utanríkisráðherra og odd- viti lierstjórnarráðsins, og á 10 mínútum afréðu þeir, að ekki skyldi hætta við vígbúnaðinn. Sama dag tókst þeim að koma keisara á þessa skoðun.1) Þann 31. var því lýst yfir, að Rússar hefði halið aimennan vígbúnað; var það svo að skilja, að víg- búnaður þeirra beindist ekki að eins gegn Austurriki, beldur einnig gegn Rýzkalandi. En daginn áður liöfðu þeir Grey og og Lichnowsky, sendiherra Þýzkalands 1 London, komið sér saman um, að leggja svolátandi sáttaumleilun fyrir hin stórveldin: »Efbið verður á framsókn Austurríkismanna í Serbiu, 1) Sbr. »Politiken«, 3. sept. 1917, 3. bls.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.