Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 47

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 47
IÐUNN] Vilhjálmur II. Pýzkalandskeisari. 285 lierstjórnarráðuneytisins hafi orðið þyngri á met- unum en þjóðarrétturinn. — Belgastjórn aftók, eins og kunnugt er, í trausti til liðveizlu Frakka og Brela, að verða við tilmælum IJjóðverja, en þeir sóttu að vörmu spori með ofurefli liðs inn í landið. Nú þóttust Bretar ekki geta setið lengur hjá og sögðu Þjóðverjum . stríð á hendur 4. dag ágústmán. fyrir lilutleysisbrotið á Belgíu, sem brezka stjórnin taldi aðalástæðu friðslitanna. Má vel vera, að það hafi ráðið nokkru um þau, en að sjálfsögðu munu þó hagsmunir Breta og undirmál við Frakka og Bússa hafa skift mestu. Það er og kunnugt, að öll brezka stjórnin var engan veginn fylgjandi ófriði, heldur höfðu 3 ráðherrar, sem voru honum mótfallnir, sagt af sér daginn áður. Þessi málalok voru mjög mikil vonbrigði fyrir keisara og kanzlara hans. Keisari hafði í mörg ár, þrátt fyrir alt dálæti sitt á her og herbúnaði, lagt kapp á að varðveita friðinn og gert sér von um, að sagan mundi á sínum tíma kalla hann »friðarliöfð- ingja«. Bera ýmsir svo að segja samhljóða vilnis- burðir vina hans og óvina vitni um friðarhug hans. tig þó hann kunni nokkrum mánuðum áður en ófrið- urinn hófst, ef taka má mark á skýrslum hins fyrv. frakkneska sendiherra í Berlín, Jules Cambon’s (sjá frakknesku »gulu bókina«) liafa verið orðinn von- daufur um, að friður gæti haldist til frambúðar, og Því viljað vera búinn í alt, þá mun mega telja víst, að hann vildi um fram alt komast hjá ófriði við Breta (sbr. Fr. Wile: »Da Verden kom i Brand«). Bn þegar svona var nú komið, var að taka aðsteðj- a»di erfiðleikum og þrautum með fyrirhyggju og karl- roensku. Niðurlagsorð þingsetningarræðu keisara 4. agúst 1914 sýnast ibenda á, að hann hafi snortið hjartataugár þings og þjóðar: »Héðan í frá þekki ég ekki neina flokka, heldur að eins Þjóðverja«.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.