Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 54

Iðunn : nýr flokkur - 01.04.1918, Page 54
292 Woodrowr Wilson. [ IÐUNN berjast fyrir, eru synir vorir og bræður að láta lífið fyrir, og vér hyggjum, að vér getum trygt oss það. Hjörtu þeirrar þjóðar, sem byggir þetta land, þrá frið — frið, er færir oss þá aftur, sem eru oss hjartfólgnir, frið, sem þeir, er aldrei koma aftur, eiga ekki að hafa fórnað lífi sínu fyrir til ónýtis«. En — nú tók að stríkka á tauginni. Þann 31. jan. afhenti Bernstorlf greifi stjórninni i Washington yfir- lýsingu, sem byrjar á því að fara loflegum orðum um ræðu forsetans 22. s. m. og tjá sig í samræmi við viðleitni hans og vonir, en tilkynnir því næst, að þar eð bandamenn haíi ekki gefið fullnægjandi svör við friðarumleitunum Þjóðverja, sjái þeir sig nú knúða til að beita öllum þeim vopnum, sem í þeirra valdi standi. Og til frekari skýringar á þessu kom önnur yfirlýsing rétt á eftir, að frá 1. febrúar að telja yrðu engar hömlur framar lagðar á kafbáta- hernaðinn. í samræmi við Sussex-yfirlýsing sína rauf nú forsetinn þegar stjórnmálasambandið við Þýzka- land, gaf Bernstorff greifa heimfararleyfi og kvaddi sendiherra Bandaríkjanna heim frá Berlín 3. febr. En jafnframt sendi Lansing, ríkisritari Bandaríkj- anna, tilkynning um þetta til annar.a ríkja með þeim ummælum, að hann ætli »bágt með að trúa«, að Þýzkaland mundi framkvæma þessar ögranir sínar gegn verzlun lilullausra þjóða. Þótt því væri nú bætt við í skjali þessu, að ef ögranir þessar kæmust í framkvæmd, mundi forsetinn biðja þingið »leyfis að beita hervaldi ríkisins til þess að vernda þá ame- ríkska þegna, sem á friðsamlegan og löglegan hátt reka atvinnu sína á sjónum«, þá var þó sýnilegt á orðunum, sem á undan fóru, að Wilson gerði sér enn vonir um að þurfa ekki að leiða Bandaríkin út i ófriðinn. f*vi hélt hann og stjórnmálasambandinu við Austurríki, að hann gæti viðhaldið sambandinu við Berlín um Vínarborg. Þann 10. febrúar sagði

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.