Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 9

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Side 9
IflUNN] Jólagestir. 167 þegar við erum háttuð á kvöldin og búið er að slökkva, þá get ég legið og starað út í myrkrið, þangað til mér finst að ég sjái krakka og ungbarna- andlit. Og þá hugsa ég: bara við værum orðin ung aftur og gætum ennþá eignast börn — — ! — Hann brá höndunum fyrir andlit sér og grét, og grátkippirnir fóru eins og bylgjur um hið breiða bak hans. Nú varð augnabliks þögn, en í kyrðinni barst ofur lágt barnsóp um stofuna. Þau stukku bæði á fætur, gömlu hjónin, en stað- næmdust óðar, héldu niðri í sér andanum og horfðu hvort á annað. Aftur heyrðist hljóðið, en ofurlítið gleggra. Katrín gamla varð dauðhrædd og sagði: — í guðanna bænum, hvað er þetta? — — Ja, hvað er það? — Aftur heyrðist hljóðið. — Það er barn að gráta. — — Nú það er eins og hljóðið komi úr rúminu! — — Nei, sko! Katrín, hérna liggur barn! — — Hvað ertu að segja, maður! Guð almáttugur! Æ, snerlu ekki á því, Rasmus. — — Nú ég held að það megi nú sjá minna grand í mat sínum en það, að þetla er eðlilegt, lifandi mannsbarn! — — Lifandi mannsbarn? Er það mögulegt! Rasmus stóð svolitla stund hugsi og sagði síðan: — Það hlýtur einhver að hafa komið inn, á meðan við vorum í fjósinu, og lagt þetta þarna. — Já, en hver getur það hafa verið? — — Einhver, sem hefir viljað útvega barni sínu húsaskjól um jólin. Kannske það hafi nú samt verið eitthvað verulegt, sem þú heyrðir. Taktu nú barnið °g reyndu að þagga niður í því. Ég fer út að gá.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.