Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Blaðsíða 17
IBUNN]
Brot.
175
tómar hálfsagðar sögur, sem lesendurnir fá að ljúka
við hver á sinn veg, hver á sína vegu?
Öll beztu kvæði heimsins hafa varðveitl eitthvað
af gátunni, sem þau eru getin af. Hlustum á Verlaine:
.Kg er eins og vagga,
sem hönd hrærir,
inni í holum helli —
þögn! þögn!
Hvað vitum við um ástarsögu Jónasar eftir að hafa
lesið Ferðalok? Og samt óska ég þess stundum, að
alt það kvæði væri týnt, nema tvær línur:
Greiddi ég þér lokka
viö Galtará.
Ekkert nema þetta: Greiddi ég þér lokka við Galtará.
Það væri styzta ástasaga bókmentanna, og sú feg-
ursta. Nóg til þess að dreyma um heila ævi fyrir
þann, sem einu sinni hefir elskað.
Ein lína í íslenzkum bókmentum verður við öll-
um óskum minum í þessu efni. Hún er ein skilin
eftir, ekki einungis af heilu kvæði, heldur af heilli
skáldskapartegund, þar sem sennilega hefir verið að
únna fegurstu hörpuljóð íslenzkrar tungu að fornu
°g nýju, nefnilega dönsunum. Þórður Andrésson
Erökti heslinum og kvað:
Mínar eru sorgirnar þungar sem blý.
Ef þú kant þessa línu og skilur hana, þá er þér
alveg óhætt að fara vestur að sjó hálfsmánaðar tíma,
an þess að þyngja ferðatöskuna með bókum. Hún
getur gefið þér nóg að sjá og hugsa allan tímann.
Stöldrum andartak við orðið blý. í*að varpar eins
ng erlendum blæ á linuna og gefur bendingu um
ahrif handan um haf á alla dansana. Og svo sorg-
irnar! Það er ekki einungis hinn síðasti af Odda-
verjum, sem er leiddur til aftöku af Haukdælingi,
hinum síðasta af Haukdælum. Sorgin er meiri
en svo. Það er ekki einungis frægðarsól íslands,