Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Blaðsíða 21
IÐUNN1
Vopnahlé
1 1. nóvember 1918.
Það hefði þótt tíðindum sæta og hefði vakið ekki
smáræðis fögnuð einnig hér á landi, ef allir hefðu
verið á uppréttum fótum, þegar fregnin um vopna-
hléð barst hingað. En nú var »spanska sýkin« komin
á undan og hún var svo mikill vogestur, að menn
gátu naumast öðru sint.
En vopnahléð, sem er forboði friðarins, rann upp
á vesturvígstöðvunum mánudaginn 11. nóv. kl. 11
að kveldi. f*á hafði lieimsstyrjöldin staðið í 4 ár og
þetta á 4. mánuð hins 5. árs, eða alls í 1562 sólar-
þringa, og kostað miljónir mannslífa, auk allra ann-
ara harmkvæla, sem hún hefir leitt yfir heiminn og
öienn eiga enn eftir að súpa seiðið af. t*etta er löng
vitfirring, langur berserksgangur! En nú er það loks-
*us fiðið hjá, eins og ljótur draumur, og hermála-
menn og valdhafar seztir á rökstóla til þess að ræða
unr f,ið.
En svo að menn sjái, hversu lítinn þátt hugir
Þjóðanna hafa átt í þessu ófriðarbáli og hversu fús-
^ega hermennirnir sjálfir hefðu viljað sættast og
semja frið, skal liér þýdd ofurstutt lýsing ameríkska
blaðamannsins Maximilians Foster á því augnabliki,
er vopnahléð rann upp á vesturvígslöðvunum:
»A slaginu 11 slotaði fallbyssuskotunum á báðar
hliðar, og þögnin, sem þar kom á eftir, hafði meiri
ahrif á mann en hinir ægilegustu herbrestir. Einstaka
hyssuskot heyrðist að vísu enn á víð og dreif, en
sv« laust upp fagnaðarópum úr skotgröfunuin háðum
ltlegin frá.
*12