Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Blaðsíða 14
172
Sigurður Nordal:
t iðunn
Varið ykkur veslingar
varið ykkur veslingar
á Abba-labba-lá.
Brot.
Weston-super-Mare, 24. mar/. 1918.
Pósturinn færði mér í morgun bréf frá Sigmundi
vini mínum. Óvænt, eins og alt af. Sigmundur skrifar
ekki eins og annað fólk, af skyldu eða vana, til
þess að svara bréfi, eða af því »skipið er á
förum«. En einn góðan veðurdag situr hann við
skrifborðið, eitthvað sem hann er að hugsa eða
skrifa minnir hann á þig, einhver gömul samveru-
stund rifjast upp, hann sér þig og finnur til þín.
Hann grípur fyrsta pappírsmiðann, sem fyrir hon-
um verður, rispar á hann nokkrar línur, sem eru
eins og þétt og snögt handlak manns, sem þú mætir
á götu, er að flýta sér, en hefði heldur viljað stað-
næmast hjá þér. Smellir bréfinu í umslag, fleygir
því í póstkassann, — og dettur þú svo ekki í hug
næstu þrjú misserin, án þess þó að gleyma nokkru,
eða vera minni vinur þinn eftir en áður.
Eg les bréfið. Það er hvorki efnismikið né langt,
svolítið út á þriðju blaðsíðuna. Ég lít á fjórðu blað-
síðuna, þá auðu — nei, bíddu við, þarna er eitthvað
skrifað, stendur á höfði, fyrst
... bak viö malarauðnir
svo útstrikaðar línur, og neðar
bak við malarauðnir
og múrgrá þoka.
Það er alt og sumt.