Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Blaðsíða 46
204
Þórunn Ricliarðsrtóttir:
1 IÐUNtí
hann alt að einu inn með kolskörungnum eða ullar-
kambinum sínum. Karlmaðurinn dregur naglann út
með naglbít, konan nær honum strax með sykur-
töngunum eða með skærunum sinum. Ef karlmaður-
inn ætlar að skrifa bréf, verður hann að sitja við
borð, fá nýjan penna og helzt láta börnin fara útr
svo að þau trufli hann ekki. Konan sezt á kistil með
blað á kné sér, tekur pennaredda, sem börnin hafa
párað með í hálfan mánuð, þurkar af bonum ryðið
og skrifar, þótt krakkarnir orgi og ólmist í kringum
hana og hangi jafnvel á henni eins flugur á fiski.
Einhver fyndinn náungi hefir sagt, að »ef konan að
eins kynni að smíða skip, þá væri óhætt að hleypa
henni í land á eyðieyju, ef hún hefði hjá sér liárnáb
tannbursla og venjulegt stigvél. Hún væri þá komin
til mannabygða, áður en mánuðurinn væri úti á sjo-
færum báti, sem hún hefði sjálf smíðað með þess-
um tækjum sínuin!« Þetta, þó í gamni sé, sýnir það,
að karlmenn hafa fundið, hversu fjölhæfar konur
eru og úrræðagóðar, þegar í harðbakkann slær.
Það blunda svo mörg öíl í mannssálinni, að eng"
inn veit, hvað með manninum býr, ekki einusinni
wmannsins andi, sem í honum er«, fyr en einhver
ófyrirséð atvik kalla á og knýja fram það, sem með
þarf í þann svipinn. Þá er eins og stutt sé á ein-
hvern hulinn rafinagnshnapp eða eins og hólf opnist
í heila manns, sein enginn vissi, að til væri, og
þaðan streymir einmitt sá kraftur eða eiginleiki, sem
útheimtist gagnvart þörfinni, sem kallar. F*að er ekki
alt svo stórt, sem þarf til lagfæringar einu og öðru
bæði af bæ og á; það er þetta »marga og sniáa«>
sem gerir heildina fullkomna.
Michel Angelo, ítalskur fjöllistamaður, einhver
hinn mesti, er heimurinn hefir alið (1475—1564),
var einu sinni að mála eitt af hinum heimsfrægu
málverkum sínum, þá er vinur hans einn sá bja