Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Blaðsíða 20
178 Sigurður Nordal: Brot. [iÐUNN
áður en kvæðið kemur út. En hvers vegna get ég
ekki eins þá haldið áfram að liugsa mér, að línurnar
séu brot og kvæðið alt að eins ein ráðningin? Hvers
vegna get ég ekki tekið línur úr gömlum kvæðum og
hugsað mér, að alt hitt sé týnt eða enn ekki fullort?
Billings mey
ek fann beðjum á
sólhvita sofa.
Hver getur kosið sér fegurri og fjölræðari gátu?
Uti ert þú við eyjar blár,
eg er seztur að dröngum ...
Er þetla ekki saga allra elskenda?
En hvers vegna yrkja skáldin þá ekki brot í stað
heilla kvæða? Af því brot, sem er ætlað að vera
brot, yrði einskis virði. Af því kvæði er lífsheild, og
það er af því lífsheildin speglast í hverjum parti
sínum, sem brotin knýja mann til drauma, eins og
turnrústir eða bein úr forndýrum. Meðan ein lína er
til af kvæði, er sál þess ekki lýnd, þó hún eins og
blaldi á skari. Það er þessi undramáttur brotanna,
sem gerir mörg fornkvæði svo töfrandi, og aldrei
verður skýrður með Ijósum orðum.
Er það ekki meira en misskilningur, meira en lán-
taka, gengur það ekki glæpi næst að laka gömut
kvæði og þjóðsögur, yrkja þau upp, gera þau skýr,
láta dagsljósið falla á þau, ræna þau öllum ráðning-
um sínum, nema einni? Auðvitað kemur líka hegn-
ingin. Fyrirmyndirnar eru eilífar, eftirlíkingarnar deyja.
Hver les nú orðið Nordens Guder, en hvað hefir
fallið á Yöluspá, myrka og í brotum, á þessum 10®
árum? Hamingjunni sé lof fyrir vanmátt málfræð-
inganna, að Völuspá verður aldrei skýrð, að þvi
oftar sem ég les hana, því dýpra villist ég inn i
skógarmyrkur skáldskapar og goðsagna.
Sigurður Nordal.