Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Blaðsíða 8
166
Hans Aanrud:
1IÐUNN
voru kotnnar í hana. Hún var orðin eins og önnur
manneskja, þungljnd og eirðarlaus og rétt eins og
hún hefði hitasótt. —
— Mér þykir það nú ekkert skrítið, þótt börnin
langi að heiman, þegar þau eru orðin fulltíða. Og
líklegast hefir þú nú líka hugsað eitthvað svipað
þessu, þegar þú varst ungur. —
— Eg hugsaði þó að minsta kosti um, að liann
faðir minn færi ekki á sveitina, þegar hann væri
orðinn farlama. —
— Ja, það er nú engin hætta á því með okkur. —
— Ertu nú viss um það? Mér finst alt vera farið
að ganga á afturfótunum. Ekkert hepnast mér lengur,
enda hefi ég mist löngunina til alls. —
— Ég lield ég haíi tekið eftir því. En það er nú
þín eigin sök. —
— Ja, þú mált reiða þig á, að ég hefi hugsað
mikið um þetta nú síðasta árið. ()g væri það í raun
réttri ekki sama, þólt maður færi á sveitina? —
— Hvað ertu að segja, Itasmus! —
— Já, veiztu hvað ég hefi verið að hugsa um?
Það er í raun og veru eina ánægjan okkar, alþjrðu-
fólksins, að ala upp börn. En — óðar en þau eru
komin á legg, eru þau þotin frá okkur. Hefir þú nú
hugsað um þetta? Og hefirðu ekki tekið eftir, hversu
alt er orðið öðruvísi síðan Ragnhildur fór? —
— Ójú; en það er nú líka svo margt annað, sem ég
hefi um að hugsa og um að sýsla, — kúna, kálfinn
og grísinn. Og svona líður hver dagurinn á fætur
öðrum fyrir mér. —
— En — mér er nú öðruvísi farið. Ég þekki mig
ekki fyrir sama mann og í fyrra, og því skal þessi
glenna aldrei fá að heyra svo mikið sem orð —
— Guð fyrirgefi þér, maður! —
— Æ, ég á bágra en þú heldur. Ég held ég se
farinn að ganga í barndóm. Geturðu trúað því, að