Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Blaðsíða 60
218
Goetlie:
[IÐUNN
komið er í hana. En hann bregður krumlunni um
bakkann og hugsar með sér, hvort hann muni ekki
geta sent mönnunum einhverja þá galdraflugu — eins
og t. d. »spönsku veikina« —, er þeir vari sig ekki
á, og hvort spíkin sín muni þá ekki bíta á ný. —
Myndin er ekki fögur og á ekki heldur að vera það;
en hún segir alt, sem hún á að segja, í sem fæstum
og átakanlegustum orðum — og meira til!
Svona vona ég að list Ríkharðar Jónssonar verði
framvegis, hvort sem hann nú lýsir heldur blíðu eða
stríðu, fríðu eða miður fríðu, að hún verði »fast-
huga«, sönn og einföld og losi sig við alt óþarfa
útflúr og útúrdúra.
Á. H. B.
Örn og dúfa.
Eftir
Goethe.
Arnarungi vængjum veifði
veiða til.
En bogmaður því skeyti skaut,
er skar á aflsin vængsins hægra,
svo o’ní kjarrið örninn hraut.
Þar laut liann þrautum þriggja dægra.
Hann kiptist við af kvöl,
en kærði lítt, þótt biti sár.
Um nætur langar, langar þrjár
hann leið það böl.