Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Blaðsíða 85
IÐUNN1
Ritsjá.
243
Ábyrgð er t. d. góð saga og íhugunarverð, um áheldinn
og sínkan sjálfseignarbónda, Árna á Púfu, sem glatar pó
jörð sinni í hendur braskara og deyr frá konu og börnum,
öreiga og umkomulausum, eftir langa gleðisnauða sambúð.
Þá er Geiri húsmaður. Það er ágæt saga — raunar að
eins lýsing á því, hversu maður getur beinlínis elskað
skepnur sínar og lagt alt í sölurnar fyrir þær. Og þá kem-
ur loks sú saga, sem óg tel gersemina i bókinni — Jaröar-
för. Hana hugsa ég að enginn geti lesið óhrærður. Par
sezt Guðm. Friðjónsson loksins á bekk með snillingunum
og er þeim jafn-snjall. Rví að ekki er ræða prestsins yíir
öóndamanninum í »Pétri (5aut« hætinu betri en sú hin
hjartnæma ræða, sem hér er haldin yfir »barni« Seljalands-
hjónanna. Hún er gull og af henni gætu allir prestar lært
að tala — mannlega. Aldrei heíir þolgæðinu og fórnfýsinni
Verið kveðið jafn-látlaust og þó maklegt lof i þessu landi.
Og bls. 146—51 eru eitthvað af því dásamlegasta, sem G.
Pr. heflr nokkru sinni skrifað. Par gleymir hann nefnilega
alveg sjálfum sér, sundurgerö sinni i máli, ádeilufýsn og
þrasgirni, en hefur sig til hæstu hæða í lofgjörð sinni á
Því, sem hann telur bezt og göfugast. Pvi hrífur hann
mann líka þarna inn í instu bjartataugar.
Pá koma loks Hillingar — líkingarnar. Pótt þær séu
& köílum gullfallegar, eru þær gallaðar, fyrst fyrir það, að
Þær eru settar í þessa tvöföldu umgjörð Jóns frá Grafningi
°g ömmu gömlu; því næst fyrir það, að líkingunum er
ekki nógu vel raðað niður eftir efni og samhengi. Ef G.
hr. vildi nú sjálfur seljast hjá ömmu gömlu og rekja gull-
iiiþráð lífsspeki og lífssanninda, á líkan hátt og hér er
8ert, úr erl. og innlendum þjóðsögum, þá myndu allar
þessar iogru likingar verða sjálfsögð eign barna vorra og
harnabarna i lesbókum framtíðarinnar, og verða öldum og
óbornum að hinu bezta veganesti á lifsleiðinni. En til þess
Þarf að svifta þær öllum óþarfa-umbúðum og koma þeim
' röð og reglu. Pví að snillin lýsir sér jafnan i sneggjunni
°8 í því að sjá það stærsta í því smæsta. Ilafi G. Fr. svo
heztu þakkir fyrir þessar »sögur« sinar.