Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Blaðsíða 39
ISUNNl
Heimilið.
197
þá -verðum við að reyna að gera okkur grein fyrir,
hvað við konur gelum gert til þess að iaga það, sem
áfátt er á okkar hlið. Ég álít, að það megi nefna
þrent, sem hafi afarmikil áhrif á heimilislífið og það
liggur að miklu leyti innan verkahrings konunnar,
en það er: þrifnaður, reglusemi og barnaupp-
eldið. Einhver segði máske: »Ætli það sé ekki líka
fátækt og auðæfi?« Nei, ég held, að þetla hafi ekki
eins mikla þýðingu í þeim efnum og ætla mætti.
Auðugasta heimilið, sem við þekkjum, er ekki ætíð
hið hamingjusamasta, né heldur hið fátækasta ógæfu-
samast, þvert á móti. Ekkert er til aðdáanlegra en
fátækt barnaheimili, þar sem hjónin rækja guðs boð
°g góða siði og eru samtaka í að vilja ljúka dags-
^erki sinu án þess að verða upp á aðra komin.
Éörnin alast þar upp við »einfalt líf«, læra snemma
að bjarga sér og leggja metnað sinn í það að hjálpa
foreldrunum eins og þau geta, vera þeim eins litt
til byrðar og unt er. Eða hvað slík kona er oft hug-
'vitssöm og nægjusöm! Hún býr yngstu börnunum
hl ágæta ílókaskó úr gömlum hattkúf af bóndanum;
hún kembir búkhár saman við ögn af hnati í vett-
hnga á drengina; hún litar brúnan lit úr mosa og
grsenan lit úr njólablöðum í kjöla og hyrnur á litlu
stúlkurnar. Sama er að segja um matinn. Hún þarf
°h að kunna að skifta litlu í marga staði, — ég
v’issi einusinni fátæka konu skifta einni rjúpu í 9
staði! Og svo skellihló hún af ánægju, þegar allir
höfðu fengið bragð. Ég segi þetta ekki út í bláinn,
því að ég hefi þekt þetta alt saman. Og ég segi
ykkur satt, að þessi börn, sem svona voru alin upp,
v°ru broshýrri yfir jóla-kertinu sínu og hryddu
skónum en kaupstaðarbörnin yfir jóla-trénu sínu og
shgvélunum. Svona geta fátæk heimili verið ánægju-
Jeg.