Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Blaðsíða 86
244 Ritsjá. [IÐCNN
Huldci: Tvær sögur. Rvík 1918. Útg. Arinbjörn Svein-
bjarnarson.
RaÖ er rétt eins og að koma úr vetrarhörkunum upp 1
einhverja vorheima að lesa Huldu á eftir Guðm. Friðjóns-
syni; og ólíkari höf. hygg ég að geti varla. Guðmundur er
harður og snarpur og oft klúr í máli, Hulda mjúk og blíð
og má ekkert ljótt sjá. Hún getur ekki lýst öðru en þvi,
sem henni pykir gott og fagurt, en pað gerir manni, satt
að segja, sögur liennar hálf-leiðigjarnar; — pví að lífið er
nú einu sinni ekki svo. Pað er enginn rósavefur, sem
maður getur ofið inni í stofum sínum; og pví er heldur
ekki sú list sönn, er lítur pví nær eingöngu á fögru og
björtu hliðarnar. En hvað finnur maður annað í pessum
sögum Huldu? Er ekki móðurleysinginn, Guðný, sem hefii'
tregað móður sína svo sárt, eins og til pess valin að verða
góð og ástrík stjúpa? Og eins og pað sé ekki sjálfsagt, par
setn um átthaganstina er að ræða, að einkadóttirin, pegai'
hún flýgur burt úr hreiðrinu, láti par eftir sig son, er taki
við ættaróðalinu? — En lífið er nú einu sinni ekki svona,
og í Iislinni verður heldur ekkert stórt eða áhrifamikið
nema pað kosti stríð og mikla baráttu. F.kki vil ég óska
Huldu neins andstreymis — siður en svo! — En hún niá
gjarna skygnast dýpra niður í skuggadali lifsins, ef l's*
hennar á að verða sannari og áhrifameiri en hún hefif
verið alt til pessa.
Ennfremur hafa »tðunni« borist eftirfarandi bækur, CI
verða að biða sakir rúmleysis:
Gestur: Undir ljúfum lögum. Rvik 1918.
Guðm. Finnbogason: Frá Sjónarheimi. Rvík 1918.
Guðm. Guðmundsson: Ljóð og kvæði. Rvík 1917.
Stefán frá Hvítadal: Söngvar förumannsins. Rvík 1918.
Á. H. B.
Leiðrétting. Kvæðið wStormurinn og stráið« í síðasfa
hefti, bls. 142, er ekki eftir sira Ólaf Indriðason, lielduf
eftir Sig. Breiðfjörð, sbr. Ljóðasmámuni, Rvik 1912, bls. 2 •