Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1919, Blaðsíða 75
IÐUNNI
Er sócialisminn i aðsigi?
233
hagnað af. En þá verður auðvitað að gæta þess vel
frá byrjun, að fyrirtækið sé arðvænlegt.
Nú skulum við að lokum líta sem snöggvast á
vatnsaflið og sjá, hversu ýmis lönd og borgir hafa
reynt að færa sér það i nyt. Menn eru nú um öll
lönd farnir að koma auga á vatnsaflið eða eins og
það hefir verið nefnt »hvítu kolin«, og eru farnir að
láta sér skiljast, hversu ágætlega það sé til þess fallið
að framleiða rafmagn, ljós og hita og hverskonar
vinnuafl. Og jafnframt eru ýmsir farnir að sjá, hversu
heimskulegt það sé að gefa einstökum mönnum eða
félögum ótakmarkaðan eignarrétt á þessum óþrjót-
andi uppsprettulindum afls og orku. Því hefir það
nú þegar verið lögleitt í mörgum ríkjum, að ríkið
«itt hafi einkarétt til þess að hagnýta sér vatnsafiið;
«n í öðrum ríkjum hafa landsstjórnirnar eða sveita-
félögin leyft hagnýting þess einstökum mönnum eða
félögum um ákveðið árabil. í Kanada t. d. er alt
vatnsafl dregið undan í sölu þjóðjarða; og í ílestum
fylkjum þar í landi eru nú sérstakar rafveitunefndir,
^r annast hagnýting vatnsaflsins fyrir ríkið, sveitir
þess og borgir. í Noregi er það þegar leitt í lög, að
hll rafveitufyrirtæki í landinu verði á sinum tíma
fíkiseign, ríkinu að kostnaðarlausu. í Þýzkalandi
hefir einkennileg samvinna átt sér stað milli ríkisins,
sveitafélaganna og hlutafélaga, sem eru einstakra
^anna eign. Þannig hafa t. d. tvö rafmagnsfélög
Þýzk; El'ektrische Licht- und Kraft Aktien-
^eseljlschaft og Die Bank fur elektrische Un-
hrnehmungen tekið höndum saman við bæinn
^fiilhausen í Elsass um hagnýtingu vatnsaflsins í
hfri-lKn. Félagið heitir Oberrheinische Kraft-
"'erlce; höfuðstóll þess er um 18 milj. kr. og það
hagnýtir fossana og föllin í Rin á landamærum Sviss.
Einhver stærstu rafmagnsfélög í heimi eru yfirleitt á
^ýzkalandi og eru þau alstaðar á höttunum eftir